4. apríl - Yfir 270 fórust þegar fellibylurinn Seroja gekk yfir Austur-Nusa Tenggara og Tímor.
6. apríl - Héraðsdómur Reykjavíkur kveður upp dóm um að sóttvarnalæknir hafi gengið lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi.
17. apríl - Átján rússneskir sendifulltrúar og leyniþjónustumenn voru reknir frá Tékklandi eftir yfirlýsingu um að þeir bæru ábyrgð á sprengingum í skotfærageymslum í Vrbětice árið 2014.
18. apríl - Tólf knattspyrnufélög úr efstu deildum Evrópu samþykktu þátttöku í evrópskri ofurdeild. Ákvörðunin var víða fordæmd og mörg þeirra drógu stuðning sinn til baka nokkrum dögum síðar.
19. apríl - Geimþyrlan Ingenuity tókst á loft á Mars. Þetta var í fyrsta sinn í sögunni sem menn stýrðu loftfari á annarri plánetu.
19. apríl - Raúl Castro sagði af sér embætti aðalritara kúbverska kommúnistaflokksins. Þar með lauk 62ja ára valdatíð Castro-bræðranna.
20. apríl - Forseti Tjad, Idriss Déby, lést í átökum við uppreisnarmenn eftir 30 ára valdatíð. Herforingjastjórn tók við völdum.
22. apríl - Dagur jarðar: Haldinn var netfundur þjóðarleiðtoga um loftslagsmál þar sem sett voru metnaðarfyllri markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
24. apríl - Indónesíuher greindi frá því að kafbáturinn KRI Nanggala hefði farist með 53 áhafnarmeðlimum.
25. apríl – Stúlknakór frá Húsavík kom fram í myndbandi sem spilað var við afhendingu Óskarsverðlaunanna. Stúlkurnar fluttu lagið Húsavík – My Home Town úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga ásamt sænsku söngkonunni Molly Sandén.
26. apríl - Danska kvikmyndin Druk vann Óskarsverðlaun sem besta erlenda kvikmyndin.
28. apríl - Evrópusambandið samþykkti TCI-samninginn um viðskipti við Bretland.
29. apríl - Geimferðastofnun Kína skaut fyrsta hluta Tiangong-geimstöðvarinnar á loft.
Maí
3. maí - 26 létust og yfir 70 slösuðust þegar hluti af neðanjarðarlestarkerfi Mexíkóborgar hrundi.
5. maí - SpaceX tókst að skjóta á loft og lenda frumgerð af Starship-eldflaug eftir fjórar misheppnaðar tilraunir.
11. maí - Átök Ísraels og Palestínu 2021: Ísraelsher skaut eldflaugum á Gasaströndina til að svara eldflaugaárásum Hamas eftir að Ísrael hóf að hrekja Palestínumenn frá heimilum sínum í Sheikh Jarrah í Austur-Jerúsalem.
14. maí - Geimferðastofnun Kína lenti geimbílnum Zhurong á Mars.
15. maí - Ísraelsher skaut eldflaug á háhýsi á Gasaströndinni þar sem voru skrifstofur fréttaveita á borð við Associated Press og Al Jazeera.
20. maí - Ísrael féllst á vopnahlé eftir þrýsting frá alþjóðasamfélaginu og dauða 250 manna.
22. maí – Eldfjallið Nyiragongo í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó hóf eldgos og náði hraunflæðið að útjaðri borgarinnar Goma. Hundruð þúsunda íbúa flúðu heimili sín, á fjórða tug létust og hús urðu undir hrauni.
18. júlí - Pegasusverkefnið: Alþjóðleg rannsókn leiddi í ljós að margar ríkisstjórnir notuðu njósnabúnað frá ísraelska fyrirtækinu NSO Group til að fylgjast með stjórnarandstæðingum, blaðamönnum og aðgerðasinnum.
19. júlí - Jeff Bezos, bróðir hans, Mark, hinn Oliver Daemen (18 ára) og Wally Funk (82 ára), fóru út í geim á vegum Blue Origin með New Shepard-eldflaug. Daemen og Funk urðu þar með yngsta og elsta manneskjan sem fer út í geim.
30. ágúst – Stjórn Knattspyrnusambands Íslands sagði af sér eftir að hafa hlotið harða gagnrýni fyrir að hafa þagað um og reynt að hylma yfir ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins.
14. september – Kosið var í Kaliforníu um það hvort Gavin Newsom fylkisstjóra yrði vikið úr embætti. Rúmur meirihluti kaus að leyfa Newsom að sitja áfram.
15. september - Bandaríkin, Ástralía og Bretland undirrituðu þríhliða varnarsamninginn AUKUS til að mynda mótvægi við vaxandi umsvifum Kína.
16. september - Mannaða geimfarið Inspiration4 frá SpaceX flaug með fjóra áhafnarmeðlimi á braut um jörðu í þrjá daga.
13. október - Fjöldamorðin í Kongsberg: Espen Andersen Bråthen myrti fimm manneskjur og særði aðrar þrjár með hníf og boga og örvum í bænum Kongsberg í Noregi.
15. október - Breski stjórnmálamaðurinn David Amess var stunginn til bana í Leigh-on-Sea. Ali Harbi Ali, 25 ára Breti af sómölskum uppruna, var dæmdur fyrir morðið.
16. október - Geimkönnunarfarið Lucy var sent af stað til að kanna Trójusmástirnin.
21. október - Við tökur á kvikmyndinni Rust hljóp skot úr byssu sem leikarinn Alec Baldwin hélt á með þeim afleiðingum að myndatökukonan Halyna Hutchins lést.
21. október - Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Stokkhólmi.
23. október - Kólumbíuher handsamaði Dario Antonio Úsuga, einn helsta eiturlyfjabarón landsins.
25. október – Herinn í Súdan framdi valdarán gegn borgaralegri bráðabirgðastjórn landsins og handtók Abdalla Hamdok forsætisráðherra.
31. október - Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna 2021 hófst í Glasgow í Skotlandi.
11. nóvember - SpaceX sendi fjóra meðlimi leiðangursins Expedition 66 til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.
13. nóvember - 197 lönd undirrituðu Glasgow-loftslagssamninginn.
14. nóvember - Óvenjumiklar rigningar ollu flóðum í norðvesturríkjum Bandaríkjanna.
16. nóvember - Rússar voru gagnrýndir harðlega eftir að prófanir á flaugum til að granda gervihnöttum mynduðu ský af geimrusli sem ógnaði Alþjóðlegu geimstöðinni.
21. nóvember – Abdalla Hamdok var aftur gerður forsætisráðherra Súdans eftir viðræður við valdaránsmenn úr hernum sem steyptu honum af stóli í október.
23. nóvember – Blóðtaka úr blóðmerum var stöðvuð á fimm stöðum á Íslandi eftir að myndbönd bárust frá dýraverndunarsamtökum um illa meðferð á merum.
23. nóvember - 46 norðurmakedónskir ferðamenn létust í rútuslysi í Búlgaríu.
24. nóvember - DART-tilraunin: NASA sendi geimfar sem á að breyta braut loftsteins með því að rekast á hann.
26. nóvember - Alþjóðaheilbrigðisstofnunin flokkaði SARS-CoV-2-Omikron sem COVID-19-afbrigði til að hafa sérstakar áhyggjur af.
30. nóvember – Magdalena Andersson tók við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar, fyrst kvenna.
Desember
4. desember - Íslenska landsliðið í hópfimleikum vann gullverðlaun í hópfimleikum kvenna og silfur í hópfimleikum karla á Evrópumótinu í TeamGym í Portúgal.