eldsgos á Suðurnesjum árið 2021 From Wikipedia, the free encyclopedia
Eldgos við Fagradalsfjall hófst þann 19. mars 2021 kl. 20:45 í kjölfar jarðskjálftahrinu sem stóð í meira en 3 vikur. Öflugasti skjálftinn var 5.8 stig. Gosið kom úr kvikugangi sem náði frá Keili að Fagradalsfjalli. Kvikan fann sér fyrst leið til yfirborðs í Geldingadölum við austanvert Fagradalsfjall nærri Stóra-Hrúti.[1] Eldgosið hefur einnig verið kallað Geldingadalagos eða Geldingadalsgos (þó í raun sé örnefnið Geldingadalir). Eldgosið var flokkað sem dyngjugos en slík gos eru fátíð. Kvikan var frumstæð og kom úr 17-20 kílómetra dýpi.[2] Tegund hraunsins er helluhraun og apalhraun. Fleiri gígar opnuðust á upphafsvikum gossins en þegar á leið einangraðist virknin við einn gíg. Hundruð þúsunda skoðuðu gosið. Eldgosið jók virkni sína eftir því sem á leið sem er óvanalegt.[3] Nýr fasi hófst í gosinu snemma í júlí 2021 þegar órói lækkaði eða hætti skyndilega og hófst svo að nýju hægt og bítandi. Hraunið flæddi upp úr gígnum í reglubundnum takti með pásum í nokkra mánuði þar til það hætti.[4]
Nær 800 ár voru síðan gaus síðast á Reykjanesskaga þegar Reykjaneseldar geisuðu.[5] Og 6000 ár eru síðan gaus í Fagradalsfjalli. Þá rann Beinavörðuhraun.
Frá 18. september hætti hraunflæði frá gígnum. Gosið stóð í um hálft ár og er 4. lengsta gosið á 20. og 21. öld.[6] Settar voru upp vefmyndavélar af helstu miðlum og gat fólk fylgst með gosinu allan sólarhringinn.
Jarðskjálftahrina hófst 24. febrúar árið 2021 á Reykjanesskaga. Skjálfti upp á 5,7 skók svæðið í byrjun hennar og fannst hundruð kílómetra í burtu. Hlutir féllu úr hillum, grjóthrun í fjöllum, sprungur komu í gólf í Grindavík[7] og í Suðurstrandaveg og maður fékk loftplötu í höfuðið. Skjálftarnir voru aðallega á svæðinu milli Keilis og Fagradalsfjalls. Jarðfræðingar fundu merki um óróapúls, þ.e. tíða skjálfta, sem bentu til þess að kvika væri að brjóta sér leið upp jarðskorpuna. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár Veðurstofu Íslands sagði hrinuna fordæmalausa [8]. Hrinan hélt fram í miðjan mars og höfðu yfir 50.000 skjálftar mælst, þar á meðal tugir skjálfta 3–5 á Richter kvarðanum og 6 á bilinu 5–5,7.[9]
Þann 19. mars hófst eldgosið við Fagradalsfjall, þá minnkuðu jarðskjálftarnir.
Sprunga var metin í byrjun um 200 metrar á lengd þegar þyrla Landhelgisgæslunnar náði fyrstu myndum en síðar 500 metrar. Þann 20. mars mat svo Páll Einarsson sprunguna sem 200 metrar en ofmat var á stærð hennar. Syðri endi tungunnar var nokkra km frá Suðurstrandarvegi. Hrauntungur runnu í suðsuðvestur og vestur í Geldingadali. Geldingadalir eru lokaðir og hraunstreymið varð að fylla dalinn til að komast áleiðis. Upphafi gossins er líkt við Fimmvörðuhálsgosið.[10] Krísuvíkurvegi og Fagradalsvegi var lokað. Degi fyrir gosið var búið að loka Suðurstrandarvegi vegna skemmda sem urðu á veginum í kjölfar jarðskjálftahrinunnar.[11] Mengunarviðvörun var send til Árnessýslu þar sem vindáttin liggur í austur frá gosstaðnum, í átt að Hveragerði.[12]
Nokkurn fjölda fólks dreif að og voru sumir vanbúnir, í slæmu skyggni[13] og þurftu björgunarsveitir að bjarga týndu og hröktu fólki. Sumir fóru fullnálægt gígnum en tilmæli voru um. Þann 21. mars var brekka upp að gígnum lokuð. En Almannavarnir og löggæsla bentu á að hrunið gæti úr gígnum og nýjar sprungur gætu opnast.[14] Varað var við að hættulegt gas gæti safnast saman í lægðum í stilltu veðri.
Fólk gekk frá Svartsengi þar sem Suðurstrandarvegur var lokaður vegna viðgerða sökum skjálftanna. En ákveðið var að stika leið frá Suðurstrandarvegi þar sem það var öruggara og styttra.[15]
Tæpu ári eftir að gosinu í Fagradalsfjalli lauk opnaðist sprunga við norðanverða Meradali við hraunjaðar gossins 2021.
Eldgos hófst við Litla-Hrút í júlí 2023, norður af Meradölum.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.