Keilir
fjall á Suðurnesjum From Wikipedia, the free encyclopedia
fjall á Suðurnesjum From Wikipedia, the free encyclopedia
Keilir er móbergsfjall á Reykjanesskaga. Fjallið hefur myndast á ísöld við gos undir jökli án þess að gosið næði upp úr jökulísnum. Hæð Keilis er um 379 metrar yfir sjó. Keilir er keilulaga og sést víða að. Þegar ekið er í suðurátt eftir Suðurgötu í Reykjavík er Keilir beint fyrir augum. Hann er auðþekktur vegna lögunar sinnar. Sjómenn hafa löngum haft Keili sem mið og er hann til dæmis notaður þegar siglt er inn Hamarssund á leið inn til Sandgerðis. Af Keili er mikil og falleg útsýn og er auðveld ganga á fjallið að norðaustanverðu.
Keilir | |
---|---|
Hæð | 378 metri |
Land | Ísland |
Sveitarfélag | Sveitarfélagið Vogar |
Hnit | 63°56′33″N 22°10′18″V |
breyta upplýsingum |
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.