Remove ads
fjall á Suðurnesjum From Wikipedia, the free encyclopedia
Fagradalsfjall er móbergsfjall á Reykjanesskaganum vestanverðum. Það er talið vera vestasti hluti Reykjanesfjallgarðsins, en vestan þess eru stök fell. Fagradalsfjall er aflangt frá austri til vesturs. Hæsti punkturinn er Langhóll; um 390 metrar á hæð. Það hefur orðið til á ísöld við gos undir jökli og er smáhraunlag á því ofanverðu, sem gefur til kynna að gosið hafi náð lítið eitt upp úr jöklinum. Fjallið flokkast því sem stapi.
Fagradalsfjall | |
---|---|
Hæð | 385 metri |
Land | Ísland |
Sveitarfélag | Grindavíkurbær |
Hnit | 63°54′18″N 22°16′21″V |
breyta upplýsingum |
Þann 3. maí 1943 fórst herflugvél Bandaríkjahers á Fagradalsfjalli. Fjórtán manns létust en einn komst lífs af. Meðal hinna látnu var Frank Maxwell Andrews en hann var afar háttsettur í bandarískra hernum og heimildir segja að hann hafi átt að stýra innrásinni í Normandí í Evrópu. Eftirmaður hans í hernum var Eisenhower sem síðar varð forseti Bandaríkjanna. Flugvélin mun hafa ætlað að lenda á flugvellinum í Kaldaðarnesi.
Þann 19. mars 2021 hófst eldgos við fjallið, nánar tiltekið í Geldingadölum. Stóð það í 6 mánuði. Gos tók sig aftur upp í Meradölum í ágúst 2022 og í júlí 2023 við Litla-Hrút.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.