Fagradalsfjall

fjall á Suðurnesjum From Wikipedia, the free encyclopedia

Fagradalsfjallmap


Fagradalsfjall er móbergsfjall á Reykjanesskaganum vestanverðum. Það er talið vera vestasti hluti Reykjanesfjallgarðsins, en vestan þess eru stök fell. Fagradalsfjall er aflangt frá austri til vesturs. Hæsti punkturinn er Langhóll; um 390 metrar á hæð. Það hefur orðið til á ísöld við gos undir jökli og er smáhraunlag á því ofanverðu, sem gefur til kynna að gosið hafi náð lítið eitt upp úr jöklinum. Fjallið flokkast því sem stapi.

Staðreyndir strax Hæð, Land ...
Fagradalsfjall
Thumb
Fagradalsfjall séð frá Reykjanesbraut.
Hæð385 metri
LandÍsland
SveitarfélagGrindavíkurbær
Thumb
Hnit63°54′18″N 22°16′21″V
breyta upplýsingum
Loka

Þann 3. maí 1943 fórst herflugvél Bandaríkjahers á Fagradalsfjalli. Fjórtán manns létust en einn komst lífs af. Meðal hinna látnu var Frank Maxwell Andrews en hann var afar háttsettur í bandarískra hernum og heimildir segja að hann hafi átt að stýra innrásinni í Normandí í Evrópu. Eftirmaður hans í hernum var Eisenhower sem síðar varð forseti Bandaríkjanna. Flugvélin mun hafa ætlað að lenda á flugvellinum í Kaldaðarnesi.

Þann 19. mars 2021 hófst eldgos við fjallið, nánar tiltekið í Geldingadölum. Stóð það í 6 mánuði. Gos tók sig aftur upp í Meradölum í ágúst 2022 og í júlí 2023 við Litla-Hrút.

Myndir

Tengt efni

Heimildir

  • Fyrirmynd greinarinnar var „Frank Maxwell Andrews“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 17. ágúst 2011.
  • „Hvað getið þið sagt mér um Fagradalsfjall?“. Vísindavefurinn.
  • Flugvélaflök við Fagradalsfjall (ferlir.is)
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.