Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Þann 14. ágúst 2021 klukkan hálfníu að staðartíma skall jarðskjálfti á Haítí að stærðinni 7,2 og olli gríðarlegri eyðileggingu. Skjálftinn varð um átta kílómetrum frá bænum Petit-Trou-de-Nippes.[1] Fljótlega eftir jarðskjálftann var tilkynnt um dauðsföll vegna hans og flóðbylgjuviðvörun gefin út. Samkvæmt bandarísku jarðvísindastofnuninni varð skjálftinn á um tíu kílómetra dýpi og um 150 kílómetra frá haítísku höfuðborginni Port-au-Prince.[2] Flóðbylgjuviðvörunin var síðar afturkölluð.[1]
Fjórum dögum eftir skjálftann var reiknað með því að minnst 1.941 manns hefðu látist og hátt í 10.000 manns höfðu slasast.[3] Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, lýsti yfir mánaðarlöngu neyðarástandi vegna hamfaranna.[4]
Jarðskjálftinn reið yfir Haítí um ellefu árum eftir álíka kraftmikinn jarðskjálfta sem varð hundruðum þúsunda Haíta að bana.[5]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.