Remove ads
íslenskt dagblað (2001-2023) From Wikipedia, the free encyclopedia
Fréttablaðið var íslenskt dagblað sem var gefið út frá 2001 til 2023. Frjáls fjölmiðlun hóf útgáfu blaðsins árið 2001 eftir að hafa fyrst sameinað nokkur eldri flokksblöð í dagblaðið Dag-Tímann. Fyrirmyndin voru svokölluð metróblöð sem er dreift ókeypis og liggja frammi á lestarstöðvum. Hins vegar var ákveðið að bera Fréttablaðið út ókeypis í hús á höfuðborgarsvæðinu og víðar, en þetta fyrirkomulag reyndist of dýrt og Frjáls fjölmiðlun lagði upp laupana árið eftir. Þá keypti félagið Frétt ehf. í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar ásamt fleirum Fréttablaðið út úr rekstrinum. Frétt ehf. breytti svo um nafn árið 2005 og varð 365 miðlar eftir sameiningu við fjölmiðlasamsteypuna Norðurljós. Blaðið kom út í stórum upplögum og var um tíma mest lesna dagblað landsins.
Þegar blaðið var lagt niður var útgáfufélag þess fyrirtækið Torg ehf. að stærstum hluta í eigu Helga Magnússonar. Áður höfðu 365 miðlar rekið blaðið, en þegar fyrirtækið sameinaðist símafyrirtækinu Vodafone árið 2016 gerði Samkeppniseftirlitið það að skilyrði að Fréttablaðið, tímaritið Glamour og vefurinn Iceland Magazine yrðu aðskilin.[1] Í febrúar 2018 var nýr fréttavefur, frettabladid.is, opnaður þar sem lesendur gátu nálgast fréttir Fréttablaðsins ásamt stöðugum fréttum yfir daginn.[2] Áður var Vísir.is fréttavefur Fréttablaðsins, en hann var áfram innan 365 miðla eftir kaupin. Ritstjóri Fréttablaðsins og fréttavefs blaðsins var Sigmundur Ernir Rúnarsson frá 2021 til 2023. Garðar Örn Úlfarsson var aðstoðarritstjóri og Lovísa Arnardóttir var fréttastjóri.[3] Forstjóri Torgs ehf. var Jón Þórisson.[4]
Fréttablaðinu var dreift ókeypis í hús á höfuðborgarsvæðinu frá stofnun og síðar einnig á Akureyri. Þessu var hætt í ársbyrjun 2023. Eftir það var blaðinu dreift víða í verslanir, bensínstöðvar, sundlaugar auk fleiri staða víða um land.[5]
Blaðið hætti útgáfu 31. mars 2023 vegna rekstrarörðugleika.[6]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.