Frá júlí til ágústs 2021 urðu hamfaraflóð vegna úrhellis í löndum í Evrópu allt frá Bretlandi til Rúmeníu og Tyrklands. Andlát vegna flóðana eru að minnsta kosti 328: Flest í Þýskalandi, þar létust 184. Í Tyrklandi létust 58 og í Belgíu létust 41. Rínarland-Pfalz var sambandslandið sem fór verst út. Um 200.000 heimili misstu rafmagn. Fjöldi húsa eyðilagðist.
Íbúar Liège, þriðju stærstu borg Belgíu, voru hvattir til að yfirgefa borgina þann 15. júní. Hætta var á að áin Meuse flæddi yfir bakka sína. Smábæirnir Pepinster og Verviers í Vallóníu fóru verst út. Þetta voru mannskæðustu flóð í álfunni síðan 1985 þegar stíflan Val di Stava brast á Ítalíu.
Heimild
- Fyrirmynd greinarinnar var „2021 European floods“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 19. júlí. 2021.
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.