eitt af 16 sambandslöndum Þýskalands From Wikipedia, the free encyclopedia
Rínarland-Pfalz (þýska: Rheinland-Pfalz) er níunda stærsta sambandsland Þýskalands. Það liggur í suðvestri landsins og á landamæri að Frakklandi í suðri, Lúxemborg í vestri og Belgíu í norðvestri. Auk þess er Norðurrín-Vestfalía fyrir norðan, Hessen fyrir austan, Baden-Württemberg fyrir suðaustan og Saarland fyrir suðvestan. Íbúafjöldinn er 4,1 milljón (2021) og er Rínarland-Pfalz þar með sjötta fjölmennasta sambandsland Þýskalands. Höfuðborgin er Mainz við Rínarfljót. Meðal landfræðilegra perla sambandslandsins má nefna Móseldalinn, Rínarfljót, fjalllendið Eifel og gamla keisaraborgin Speyer.
Fáni Rínarlands-Pfalz | Skjaldarmerki Rínarlands-Pfalz |
---|---|
Upplýsingar | |
Höfuðstaður: | Mainz |
Stofnun: | 30. ágúst 1946 |
Flatarmál: | 19.854,21 km² |
Mannfjöldi: | 4,1 milljón (2021) |
Þéttleiki byggðar: | 202/km² |
Vefsíða: | rlp.de |
Stjórnarfar | |
Forsætisráðherra: | Maria Luise „Malu“ Dreyer (SPD) |
Lega | |
Skjaldarmerkið er þrískipt. Neðst er gult ljón á svörtum grunni en það er merki Pfalz sem upprunnið er úr Staufen-ættinni. Til hægri er hvítt hjól á rauðum grunni, en það er merki Mainz. Til hægri er kross heilags Georgs en það var merki Trier. Skjaldarmerki þetta var formlega tekið upp 1948, tveimur árum eftir að Rheinland-Pfalz var stofnað sem sambandsland. Fáninn er eins og þýski þjóðfáninn en efst í vinstra horninu er skjaldarmerkið.
Rheinland er þýska heitið á Rínarlandi sem teygir sig norður inn í Norðurrín-Vestfalíu meðfram Rínarfljóti. Orðið Pfalz er tekið að láni frá samnefndu kjörfurstadæmi sem var við lýði á tímum þýska ríkisins en var lagt niður á Napoleonstímanum. Pfalz merkir keisarasetur.[1]
Stærstu borgir Rínarlands-Pfalz (31. desember 2013):
Röð | Borg | Íbúafjöldi | Ath. |
---|---|---|---|
1 | Mainz | 204 þúsund | Höfuðborg sambandslandsins |
2 | Ludwigshafen | 162 þúsund | |
3 | Koblenz | 111 þúsund | |
4 | Trier | 107 þúsund | |
5 | Kaiserslautern | 97 þúsund | |
6 | Worms | 80 þúsund |
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.