eitt 16 sambandslanda Þýskalands From Wikipedia, the free encyclopedia
Baden-Württemberg er sambandsland í suðvestanverðu Þýskalandi. Það á landamæri að Bæjaralandi (Bayern), Rínarlandi-Pfalz (Rheinland-Pfalz) og Hessen, auk Frakklands og Sviss. Íbúar eru rúmar 11,1 milljón (2020). Höfuðstaður Baden-Württemberg er Stuttgart, en meðal annarra borga má nefna Heidelberg, Freiburg, Baden-Baden, Karlsruhe, Mannheim og Ulm. Meðal markverðra náttúrufyrirbæra í Baden-Württemberg má nefna Rínarfljót, Svartaskóg og Bodenvatn.
Fáni Baden-Württembergs | Skjaldarmerki Baden-Württembergs |
---|---|
Kjörorð | |
Upplýsingar | |
Opinbert tungumál: | þýska |
Höfuðstaður: | Stuttgart |
Stofnun: | |
Flatarmál: | 35.751,46 km² |
Mannfjöldi: | 11.111.000 (2020) |
Þéttleiki byggðar: | 300/km² |
Vefsíða: | baden-wuerttemberg.de |
Stjórnarfar | |
Forsætisráðherra: | Winfried Kretschmann (Grüne) |
Lega | |
Fáninn samanstendur af tveimur láréttum röndum, svartri að ofan og gulri að neðan. Svarti liturinn stendur fyrir héruðin Württemberg og Hohenzollern. Guli liturinn stendur fyrir Baden. Fáninn var samþykktur 1953. Skjaldarmerkið sýnir þrjú svört ljón á gulum grunni. Þau eru merki Staufen-ættarinnar og hertoganna frá Sváfalandi (Schwaben). Til sitthvorrar handar eru hjörtur og griffill. Efst eru skildir gamalla héraða innan sambandslandsins. Miklar deilur risu um myndun skjaldarmerkisins og var það ekki samþykkt fyrr en 1954.
Stærstu borgir Baden-Württembergs (31. des 2013):
Röð | Borg | Íbúar |
---|---|---|
1 | Stuttgart | 604 þúsund |
2 | Karlsruhe | 299 þúsund |
3 | Mannheim | 297 þúsund |
4 | Freiburg | 220 þúsund |
5 | Heidelberg | 152 þúsund |
6 | Ulm | 119 þúsund |
7 | Heilbronn | 118 þúsund |
8 | Pforzheim | 117 þúsund |
9 | Reutlingen | 111 þúsund |
10 | Esslingen | 89 þúsund |
11 | Ludwigsburg | 89 þúsund |
12 | Tübingen | 85 þúsund |
Alls | 10,6 milljónir |
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.