dúkur með auðkennilegu litamunstri From Wikipedia, the free encyclopedia
Fáni er dúkur með auðkennilegu litamunstri og er annar endi hans festur við stöng en hinn lafir laus. Fánar eru m.a. notaðir sem þjóðfánar, þ.e. tákn lands og þjóðar eða í auglýsinga- eða áróðursskyni. Skipafánar eru notaðir í samskiptum á hafi úti. Fánar voru líklega upprunalega notaðir í hernaði, til að herforingjar gætu fylgst með framvindu orrustna og sent skilaboð milli herfylkinga. Að vinna fána óvinarins var tákn um sigur í orrustunni.
Allar sjálfstæðar þjóðir eiga eigin þjóðfána sem er tákn landsins. Þjóðfánar margra landa eru á einhvern hátt táknrænir fyrir land og þjóð.
Semafórflögg eru stór og skærlit flögg sem senda skilaboð langar leiðir. Til er alþjóðlegt merkjakerfi, svonefnt semafórstafrof, þar sem notuð eru tvö handflögg. Hver stelling með handflöggunum táknar vissan bókstaf en tölustafir eru stafaðir út.
Merkjafánar eru notaðir til að senda merki á sjó. Sérstakur fáni er fyrir hvern bókstaf (stafaflagg) og hvern tölustaf (talnaflagg). Sá sem sendir merki stafar ýmist hvert orð eða notar sérstakar fánasamsetningar sem tákna heil orð eða setningar.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.