Remove ads
borg í Þýskalandi From Wikipedia, the free encyclopedia
Karlsruhe er þriðja stærsta borgin í þýska sambandslandinu Baden-Württemberg með 312 þúsund íbúa (2019). Hún er upphafsborg þýska græningjaflokksins (Die Grünen) og er aðsetur þýska hæstaréttsins (Bundesgerichtshof) sem og aðsetur þýska stjórnarskrárréttarins (Bundesverfassungsgericht).
Karlsruhe | |
---|---|
Sambandsland | Baden-Württemberg |
Flatarmál | |
• Samtals | 173,46 km2 |
Hæð yfir sjávarmáli | 115 m |
Mannfjöldi (2019) | |
• Samtals | 312.000 |
• Þéttleiki | 1.724/km2 |
Vefsíða | www.karlsruhe.de |
Karlsruhe liggur um 3 km fyrir austan Rínarfljót norðvestarlega í sambandslandinu Baden-Württemberg og steinsnar frá frönsku landamærunum. Vestasti hluti Karlsruhe er Rínarhöfnin mikla, þ.e. bæði gámahöfn og olíuhöfn. Handan Rínarfljóts er sambandslandið Rínarland-Pfalz. Næstu borgir eru Pforzheim og Stuttgart fyrir suðaustan og Mannheim fyrir norðan.
Skjaldarmerki borgarinnar er gulur borði skáhallt niður á rauðum grunni en á borðanum segir FIDELITAS, sem merkir dyggð. Það var Karl Wilhelm markgreifi sjálfur sem stakk upp á þessu merki en það var ekki formlega tekið upp fyrr en 1887.
Karlsruhe heitir eftir Karli Vilhjálmi markgreifa af Baden-Durlach sem stofnaði borgina á 18. öld. Ruhe merkir friður eða kyrrð, enda var hugmynd Karls Vilhjálms að þar gæti fólk búið í friði.
Sagan segir að Karl Vilhjálmur markgreifi af Baden-Durlach hafi eitt sinn verið að veiðum, lagst niður og sofnað. Hann dreymdi um glæsihöll sem lægi eins og sól fyrir miðju á borg og lægju götur og stígar frá höllinni í allar áttir. Þegar hann vaknaði hóf hann þegar að gera skizzur af draumi sínum. Borgina stofnaði hann formlega 1715 þegar hann sjálfur lagði grunnstein að nýrri höll sinni, kastalanum í Karlsruhe. Enn má sjá móta fyrir götunum frá kastalanum, en þær eru alls 32. Sunnan við höllina var borgin sjálf reist. Þar með er Karlsruhe meðal síðustu og yngstu evrópskra borga sem teiknaðar hafa verið á pappír og skipulagðar áður en þær urðu til. Karlsruhe var aðsetur markgreifanna í Baden-Durlach, en 1771 sameinaðist það Baden-Baden og myndaði markgreifadæmið Baden.
1806 var Baden breytt í sjálfstætt stórhertogadæmi innan þýska ríkisins. Karlsruhe varð þar með að höfuðborg. 1818 veitti stórhertoginn Karl íbúum Karlsruhe stjórnarskrá, enda var bæði hann og borgarbúar mjög frjálslegir miðað við önnur héruð Þýskalands. 1825 stofnaði stórhertoginn Lúðvík I háskólann í borginni. Eftir byltingarárið mikla 1848 jókst frjálshyggjan enn. 1862 var gyðingum í fyrsta sinn í Þýskalandi veitt almenn borgarréttindi til jafns á við aðra borgarbúa. 1863/64 var nokkurs konar hæstiréttur stofnaður, þar sem hægt var að klaga misrétt ríkisins gagnvart einstaklingum. Réttur þessi var sá fyrsti sinnar tegundar í Þýskalandi. 1877 var fyrsti sporvagn Þýskalands sem dregin var af hestum hleypt inn í umferðina í Karlsruhe. 1893 var fyrsti stúlknamenntaskóli (Gymnasium) Þýskalands stofnaður í borginni.
Eftir tap Þjóðverja í heimstyrjöldinni fyrri varð Karlsruhe áfram höfuðborg lýðveldisins Baden innan Weimar-lýðveldisins. Þetta breyttist ekki fyrr en 1945 er Bandaríkjamenn hertóku borgina. 1952 varð borgin síðan hluti af nýstofnuðu sambandslandiaden-Württemberg, en höfuðborg þess varð Stuttgart. Hins vegar var ákveðið að stofna hæstarétt landsins (Bundesgerichtshof) í borginni 1950 og árið eftir stjórnarskrárréttinn (Bundesverfassungsgericht). Frjálshyggjunni var leyft að njóta sín í borginni á ný. 1980 var nýr stjórnmálaflokkur stofnaður í borginni, græningjaflokkurinn (Die Grünen). Flokkurinn var í ríkisstjórn Þýskalands 1998-2005 í kanslaratíð Gerhards Schröder og Angelu Merkel, og frá árinu 2021 í stjórn Olafs Scholz.
Knattspyrna. Aðalknattspyrnufélag borgarinnar er Karlsruher SC sem leikur heimaleiki sína í Wildparkstadion. Félagið varð þýskur meistari 1909 og bikarmeistari árin 1955 og 1956. Félagið komst auk þess í undanúrslit í Evrópukeppni bikarhafa 1994 (var þá slegið út af Austria Salzburg).
Hjólreiðar. Milli 1987-2005 var Karlsruhe áfangi í hinni þekktu hjólreiðakeppni Tour de France, enda liggur borgin aðeins steinsnar frá frönsku landamærunum. 2004 og 2006 var Karlsruhe gestgjafi í þýsku hjólreiðakeppninni Deutschland Tour.
Íþróttamót fatlaðra. 2008 fór fram íþróttamót fatlaðra í Þýskalandi í Karlsruhe (Special Olympics).
Karlsruhe viðheldur vinabæjatengslum við eftirfarandi borgir:
|
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.