From Wikipedia, the free encyclopedia
Tour de France er árleg lotuskipt hjólreiðakeppni karla sem fer aðallega fram í Frakklandi þótt hlutar keppnisleiðanna séu í öðrum löndum. Keppnin var fyrst haldin árið 1903 af tímaritinu L'Auto. Hún er nú haldin af Amaury Sport Organisation sem er hluti af fjölmiðlasamsteypunni Éditions Philippe Amaury. Þátttakendur eru að mestu leyti UCI WorldTeam-lið og mótið er hluti af mótaröðinni UCI World Tour. Ásamt Giro d'Italia (maí-júní) og Vuelta a España (ágúst-september) er keppnin ein af Grand Tour-keppnunum. Keppnin hefur fallið niður 11 sinnum vegna Fyrri og Síðari heimsstyrjaldar.
Keppnin er oftast haldin í júlí. Leiðirnar eru breytilegar en þær skiptast í tímakeppnir, fjallaleiðir um bæði Alpafjöll og Pýreneafjöll og lokakeppni á Champs-Élysées í París. Nú skiptist keppnin í 21 dagleið sem samtals eru um 3.500 km að lengd. Keppt er á götuhjólum.
Fjöldi liða sem taka þátt er venjulega milli 20 og 22 með níu hjólreiðamenn í hverju liði. Keppt er um besta tíma og sá sem er með lægsta tímann í samanlögðum lotum telst leiða keppnina og fær hina eftirsóttu gulu treyju. Innan keppninnar eru margar aðrar keppnir eins og stigakeppni fyrir spretti, fjallakeppni á fjallaleggjunum, ungir keppendur fyrir keppendur sem eru yngri en 26 ára og liðakeppni. Í hverju liði eru sprettarar sem reyna að sigra hverja leið fyrir sig með lokaspretti.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.