16. febrúar - 202 létust þegar China Airlines flug 676 hrapaði á íbúabyggð við Chiang Kai-shek-flugvöll á Taívan.
20. febrúar - Kofi Annan og Saddam Hussein gerðu samkomulag um áframhald vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna í Írak og komu þannig í veg fyrir hernaðaríhlutun Breta og Bandaríkjamanna.
5. mars - NASA tilkynnti að könnunarfarið Clementine hefði fundið nægilegt vatn í gígum á Tunglinu til að hægt væri að koma þar upp nýlendu. Þessar niðurstöður voru síðar dregnar í efa.
23. mars - Kvikmyndin Titanic vann ellefu Óskarsverðlaun og jafnaði þar með met Ben Húr frá 1959. Lokakafli Hringadróttinssögu jafnaði metið aftur árið 2004.
26. maí - National Sorry Day var haldinn í fyrsta sinn í Ástralíu til að minnast ranginda sem frumbyggjar Ástralíu voru beittir.
28. maí - Pakistan framkvæmdi Chagai-I-kjarnorkutilraunina og sprengdi 5 kjarnorkusprengjur í Chagai-hæðum. Þetta varð til þess að landið var beitt viðskiptaþvingunum.
7. ágúst - Bílasprengjur sprungu við sendiráð Bandaríkjanna í Naíróbí og Dar es Salaam með þeim afleiðingum að yfir 200 létust. Samtökin heilagt stríð og Al-Kaída voru bendluð við árásirnar.
7. ágúst - Yfir 12.000 fórust í Kína þegar áin Jangtse flaut yfir bakka sína.