Remove ads
bandarískur körfuknattleiksmaður From Wikipedia, the free encyclopedia
Michael Jeffrey Jordan (fæddur 17. febrúar 1963 í Brooklyn, New York) er fyrrverandi körfuknattleiksmaður. Hann er talinn einn af bestu körfuknattleiksmönnum allra tíma, ef ekki sá besti og var einn best markaðssetti íþróttamaður sinnar kynslóðar ásamt því að leika lykilhlutverk í að breiða út vinsældir körfuknattleiks á heimsvísu á 9. og 10. áratug 20. aldar. Hann lék lengst af ferli sínum í NBA-deildinni með liði Chicago Bulls, en tvö síðustu árin var hann liðsmaður Washington Wizards. Jordan spilaði 15 tímabil í NBA og vann 6 titla með Bulls. Hann er 5. stigahæsti leikmaður allra tíma í NBA.
Michael Jeffrey Jordan | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Michael Jeffrey Jordan | |
Fæðingardagur | 17. febrúar 1963 | |
Fæðingarstaður | Brooklyn, New York, Bandaríkin | |
Hæð | 198 cm. | |
Þyngd | 98 kg. | |
Leikstaða | skotbakvörður, lítill framherji | |
Háskólaferill | ||
1981–1984 | Norður-Karólína | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | |
1984–1993,1995–1998 2001-2003 |
Chicago Bulls Washington Wizards | |
Landsliðsferill | ||
Ár | Lið | Leikir |
1981-1984, 1992 | Bandaríkin | |
1 Meistaraflokksferill.
|
Frá 1981–1984 spilaði hann í háskólaboltanum með Norður-Karólínuháskóla undir stjórn Dean Smith. Í úrslitunum 1982 gegn Georgetown, þar sem verðandi NBA-andstæðingurinn Patrick Ewing spilaði, skoraði Jordan sigurkörfuna með stökkskoti.
Jordan gekk til liðs við Bulls árið 1984 og var 3. í nýliðavalinu á eftir Hakeem Olajuwon (Houston Rockets) og Sam Bowie (Portland Trail Blazers).
Jordan varð oftsinnis stigakóngur deildarinnar. Hann var eini leikmaðurinn utan Wilt Chamberlain sem skoraði yfir 3.000 stig á tímabili (1986-1987). En var einnig talinn einn af bestu varnarmönnunum og var valinn 9 sinnum í varnarlið ársins. Jordan hafði mikinn stökkkraft og sýndi það m.a. með stökki af vítalínunni í troðslukeppnum ( sem hann vann tvívegis). Hann hlaut viðurnefnin Air Jordan og His Airness. Körfuboltaskór frá Nike voru á nafninu Air Jordan og fleiri vörur. Hann fékk hlutdeild af seldum skóm.
Jordan hætti í körfubolta árið 1993 stuttu eftir að faðir hans var skotinn til bana. Hann spreytti sig á í hafnabolta en sneri aftur í NBA árið 1995 og vann aðra 3 titla með Bulls þrisvar í röð eins og hann gerði 1991-1993. Hann hætti aftur árið 1998 en sneri aftur 2001-2001 og spilaði fyrir Washington Wizards 2001-2003. Liðið komst ekki í úrslitakeppnina og Jordan var óánægður með liðsfélagana.
Með landsliði Bandaríkjanna vann hann 4 gullverðlaun: Pan-ameríska keppnin 1983, Sumarólympíuleikanna 1984, Ameríkumótið 1992 og Sumarólympíuleika 1992.
Jordan var eigandi og formaður NBA-liðsins Charlotte Hornets 2010-2023. Hann á 23XI Racing í NASCAR-kappakstrinum.
The Last Dance er heimildamyndasería sem kom út árið 2020 um Jordan og tíma hans hjá Chicago Bulls.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.