6. júní er 157. dagur ársins (158. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 208 dagar eru eftir af árinu.
- 1508 - Feneyingar sigruðu keisarann í Fríúlí og hann þurfti að sættast á þriggja ára vopnahlé og láta eftir lönd.
- 1513 - Orrustan við Novara fór fram á Ítalíu. Svissneskur her sigraði Frakka.
- 1523 - Gústaf Vasa, leiðtogi uppreisnarmanna gegn Kristjáni 2., varð konungur Svíþjóðar sem staðfesti sjálfstæði landsins frá Danmörku og endalok Kalmarsambandsins.
- 1561 - Svíar unnu Lífland af Dönum.
- 1584 - Guðbrandsbiblía var gefin út á Hólum í Hjaltadal.
- 1610 - Frans frá Sales og Jóhanna frá Chantal stofnuðu Þingmaríuregluna í Annecy.
- 1644 - Mansjútímabilið hófst í Kína þegar Mansjúríumenn hertóku Peking.
- 1654 - Karl 10. Gústaf tók við konungdómi í Svíþjóð þegar Kristín Svíadrottning sagði af sér. Sama dag tók Kristín upp kaþólska trú.
- 1752 - 18.000 hús brunnu í eldsvoða í Moskvu.
- 1761 - Venus gekk fyrir sólu. Mikhaíl Lomonosov uppgötvaði andrúmsloft á Venus.
- 1796 - Ragundavatn, 25 kílómetra langt stöðuvatn í Jamtalandi í Svíþjóð, tæmdist á fjórum klukkutímum þegar tilraun til að gera rennu til að fleyta timbri framhjá 35 metra háum fossi sem féll út vatninu mistókst. Flóðbylgja sem talin hafa verið um 300 milljónir rúmmetra af vatni olli mikilli eyðileggingu en þó fórst enginn.
- 1800 - Alþingi var lagt niður á Íslandi.
- 1833 - Andrew Jackson, forseti Bandaríkjanna, var fyrsti forsetinn til að ferðast með járnbrautarlest.
- 1844 - Kristileg samtök ungra manna, KFUM, voru stofnuð í London.
- 1859 - Ástralía: Queensland var stofnað sem sérstök nýlenda Nýju Suður-Wales.
- 1891 - Fyrsta skurðaðgerð á Íslandi með fullri smitgát var gerð á sjúkrahúsinu á Þingeyri.
- 1912 - Eldgos hófst í Novarupta í Alaska og var það næststærsta eldgos á sögulegum tíma.
- 1914 - Brúðhjónum var ekið til vígslu í bifreið í fyrsta sinn á Íslandi.
- 1915 - Íþróttafélagið Þór var stofnað á Akureyri.
- 1924 - Bandalag íslenskra skáta var stofnað.
- 1925 - Walter Percy Chrysler stofnaði Chrysler.
- 1933 - Fyrsta bílabíóið var opnað í Camden í New Jersey í Bandaríkjunum.
- 1938 - Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn á Íslandi.
- 1944 - Seinni heimsstyrjöld: Innrásin í Normandí hófst á því að 155.000 bandamenn gengu í land á ströndum Normandí í Frakklandi og hófu með því mestu landgöngusókn sögunnar.
- 1946 - NBA-deildin í körfuknattleik var stofnuð í Bandaríkjunum.
- 1962 - Bítlarnir fóru í áheyrnarprufu hjá EMI.
- 1971 - Mannaða geimfarinu Sojús 11 var skotið á loft.
- 1971 - Fimmtíu létust við árekstur farþegaþotu af gerðinni McDonnell Douglas DC-9 og herþotu af gerðinni McDonnell Douglas F-4 nálægt Duarte í Kaliforníu.
- 1972 - David Bowie gaf út breiðskífuna The Rise and Fall of Ziggy Stardust and the Spiders from Mars.
- 1974 - Reykvíkingar kusu Birgi Ísleif Gunnarsson sem borgarstjóra.
- 1977 - Hátíðahöld í tilefni af silfurkrýningarafmæli Elísabetar 2. hófust í Bretlandi.
- 1977 - Breiðskífa bresku pönksveitarinnar Sex Pistols, God Save the Queen, kom út.
- 1981 - Lestarslysið í Bihar: Milli 500 og 800 létust þegar yfirfullir lestarvagnar féllu af teinunum ofan í Bagmatifljót á Indlandi.
- 1982 - Afhjúpaður var í Vestmannaeyjum minnisvarði um Oddgeir Kristjánsson, en mikill fjöldi svonefndra Eyjalaga er eftir hann.
- 1982 - Borgarastyrjöldin í Líbanon: Ísrael réðst inn í Líbanon.
- 1984 - Indverskar hersveitir gerðu áhlaup á Gyllta hofið í Amritsar og drápu um 2000 síka að talið er.
- 1985 - Radio Studio 54 Network hóf útsendingar í Kalabríu.
- 1987 - Keflavíkurganga á vegum herstöðvaandstæðinga var gengin frá hliði herstöðvarinnar til Reykjavíkur.
- 1988 - Elísabet 2. svipti knapann Lester Piggott riddaratign eftir að hann hlaut fangelsisdóm vegna skattsvika.
- 1989 - Írönsk yfirvöld hættu við útför Ruhollah Khomeini eftir að fylgjendur hans höfðu nærri steypt kistu hans til jarðar til að ná bútum af líkklæðinu.
- 1993 - Mongólía hélt sínar fyrstu beinu forsetakosningar.
- 1993 - Gonzalo Sánchez de Lozada varð forseti Bólivíu.
- 1995 - Stjórnarskrárréttur Suður-Afríku afnam dauðarefsingar.
- 1998 - Sveitarfélagið Skagafjörður varð til við sameiningu 11 sveitarfélaga á norðurlandi vestra og Sveitarfélagið Hornafjörður varð til við sameiningu allra sveitarfélaga í Austur-Skaftafellssýslu.
- 2002 - Loftsteinn sem var talinn 10 metrar í þvermál sprakk yfir Miðjarðarhafi.
- 2003 - Endurgerða Austur-Indíafarið Götheborg var sjósett í Svíþjóð.
- 2012 - Venus gekk fyrir sólu frá jörðu séð.
- 2012 - Blóðbaðið í Al-Qubeir: Vopnaðar sveitir Shabiha réðust inn í þorpið Al-Qubeir í Sýrlandi og myrtu tugi þorpsbúa.
- 2013 - Edward Snowden greindi fréttamiðlum frá víðtækum persónunjósnum Bandaríkjastjórnar og flúði síðan land.
- 2015 - Indland og Bangladess fullgiltu samkomulag frá 1974 um að skiptast á útlendum við landamærin.
- 2017 - Lýðræðissveitir Sýrlands hófu loftárásir á Raqqah.
- 2019 – Mótmælin í Súdan 2018-2019: Afríkusambandið felldi niður aðild Súdans vegna blóðbaðsins í Kartúm.
- 2020 – Joe Biden var útnefndur forsetaefni Demókrataflokksins í Bandaríkjunum.
- 1502 - Jóhann 3. Portúgalskonungur (d. 1557).
- 1519 - Andrea Cesalpino, ítalskur læknir, heimspekingur og grasafræðingur (d. 1603).
- 1599 - Diego Velázquez, spænskur listamaður (d. 1660).
- 1606 - Pierre Corneille, franskt leikskáld (d. 1684).
- 1714 - Jósef 1., konungur Portúgals (d. 1777).
- 1799 - Alexandr Púshkín, rússneskt skáld (d. 1837).
- 1855 - Þorvaldur Thoroddsen, jarðfræðingur og landfræðingur (d. 1921).
- 1862 - Henry John Newbolt, enskur rithöfundur. (d. 1938).
- 1868 - Robert Falcon Scott, enskur landkönnuður (d. 1912).
- 1873 - Guðmundur Finnbogason, íslenskur heimspekingur (d. 1944).
- 1875 - Thomas Mann, þýskur rithöfundur og verðlaunahafi bókmenntaverðlauna Nóbels (d. 1955).
- 1876 - Þóra J. Einarsson, íslensk hjúkrunarkona (d. 1953).
- 1900 - Tryggvi Magnússon, íslenskur listamaður (d. 1960).
- 1901 - Sukarno, fyrst forseti Indónesíu (d. 1970).
- 1906 - Loftur Guðmundsson, íslenskur þýðandi (d. 1978).
- 1909 - Isaiah Berlin, breskur heimspekingur (d. 1997).
- 1934 - Albert 2. Belgíukonungur.
- 1944 - Edgar Froese, þýskur tónlistarmaður (d. 2015).
- 1955 - Sam Simon, bandarískur handritshöfundur (d. 2015).
- 1956 - Björn Borg, sænskur tennisleikari.
- 1956 - Bubbi Morthens, íslenskur tónlistarmaður.
- 1960 - Steve Vai, bandarískur tónlistarmaður.
- 1961 - Tom Araya, bandarískur tónlistarmaður (Slayer).
- 1966 - Faure Gnassingbé, forseti Tógó.
- 1967 - David Dayan Fisher, enskur leikari.
- 1970 - Stefán Eiríksson, íslenskur embættismaður.
- 1971 - Petr Korbel, tékkneskur borðtennisleikari.
- 1974 - Uncle Kracker, bandarískur rokkari.
- 1978 - Carl Barat, enskur söngvari og gítarleikari (The Libertines).
- 1979 - Lilja Nótt Þórarinsdóttir, íslensk leikkona.
- 1982 - Evgen Lavrenchuk, úkraínskur leikstjóri.
- 1985 - Sota Hirayama, japanskur knattspyrnumaður.
- 1789 - Poul Egede, norsk-danskur trúboði og málvísindamaður (f. 1708).
- 1832 - Jeremy Bentham, enskur heimspekingur (f. 1748).
- 1861 - Camillo Benso greifi af Cavour, ítalskur stjórnmálamaður (f. 1810).
- 1878 - Robert Stirling, skoskur uppfinningamaður (f. 1790).
- 1891 - Sir John A. Macdonald, fyrsti forsætisráðherra Kanada (f. 1815).
- 1932 - Émile Friant, franskur myndlistarmaður (f. 1863).
- 1837 - Adalbert Deșu, rúmenskur knattsyrnumaður (f. 1909).
- 1946 - Gerhart Hauptmann, þýskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1862).
- 1948 - Louis Jean Lumière, franskur frumkvöðull (f. 1864).
- 1949 - Nikulás Friðriksson, íslenskur rafvirki (f. 1890).
- 1961 - Carl Jung, svissneskur sálfræðingur (f. 1875).
- 1968 - Randolph Churchill, eini sonur Winston Churchill (F. 1911).
- 1968 - Jónas Þorbergsson, alþingismaður og útvarpsstjóri (f. 1885).
- 1968 - Robert F. Kennedy, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1925).
- 2005 - Anne Bancroft, bandarísk leikkona (f. 1931).