1606
ár From Wikipedia, the free encyclopedia
Árið 1606 (MDCVI í rómverskum tölum) var ár sem hófst á sunnudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu, eða miðvikudegi samkvæmt júlíska tímatalinu.
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Atburðir

- 12. apríl - Breski fáninn var tekinn upp sem sameiginlegur fáni Englands og Skotlands. Hann er blanda af enska fánanum (rauður kross á hvítum feldi) og skoska fánanum (hvítur andrésarkross á bláum feldi).
- 17. maí - Stuðningsmenn Vasilíj Sjúiskíjs réðust inn í Kreml og drápu Dimítríj 1..
- 25. maí - Har Gobind tók við af föður sínum Ardjan Dev sem sjötti síkagúrúinn.
- 11. nóvember - Þrettán ára stríðinu milli Habsborgara og Ottómana lauk með friðarsamningnum í Zsitvatorok.
- 26. desember - Leikrit William Shakespeare, Lér konungur, var frumflutt við bresku hirðina.
Ódagsettir atburðir
- Herluf Daa tók við af Enevold Kruse sem höfuðsmaður yfir Íslandi.
- Bygging Rósenborgarhallar hófst í Kaupmannahöfn.
- Karl 9. stofnaði borgina Vaasa í Finnlandi með því að veita bænum Mussor borgarréttindi.
- Jóhann, sonur Jóhanns 3. Svíakonungs, var gerður hertogi af Austur-Gautlandi.
- Desmond-sýslu var skipt milli enskra landnema og írskra landeigenda.
- Hollenski landkönnuðurinn Willem Janszoon kom auga á Ástralíu.
Fædd
Dáin
- 20. janúar - Alessandro Valignano, jesúítamunkur og trúboði (f. 1539).
- 31. janúar - Guy Fawkes, einn þátttakenda í Púðursamsærinu í Englandi (f. 1570).
- 23. maí - Agostino Valier, ítalskur kardináli (f. 1531).
- 30. maí - Ardjan Dev, gúrú (f. 1563).
- 24. júní - Jón Jónsson, lögmaður og klausturhaldari á Vindheimum (f. 1536).
- 13. nóvember - Girolamo Mercuriali, ítalskur læknir (f. 1530).
- Giovanni Maria Butteri, ítalskur listmálari (f. 1540).
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.