Árið 1540 (MDXL í rómverskum tölum) Ár 1537 1538 1539 – 1540 – 1541 1542 1543 Áratugir 1521–1530 – 1531–1540 – 1541–1550 Aldir 15. öldin – 16. öldin – 17. öldin Titilblað Nýja testamentis Odds Gottskálkssonar sem prentað var í Hróarskeldu 1540. Á Íslandi Gissur Einarsson vígður biskup í Skálholti. 12. apríl - Prentun lauk í Danmörku á Nýja testamentisþýðingu Odds Gottskálkssonar. Íslenskt skip kom til Grænlands og fundu skipverjar enga norræna menn á lífi þar. Fædd Dáin Erlendis 6. janúar - Hinrik 8. Englandskonungur gekk að eiga fjórðu eiginkonu sína, Önnu af Cleves. Hjónabandið var dæmt ógilt sex mánuðum síðar. 28. júlí - Thomas Cromwell, áður einn helsti ráðgjafi og bandamaður Hinriks 8. Englandskonungs, líflátin að skipan konungs fyrir landráð. 28. júlí - Hinrik 8. gekk að eiga Katrínu Howard, fimmtu eiginkonu sína. 27. september - Jesúítareglan, sem Ignatius Loyola hafði stofnað 1534, fékk viðurkenningu páfa. Fædd 3. júní - Karl 2., erkihertogi af Austurríki (d. 1590). 26. ágúst - Magnús hertogi af Holtsetalandi og eini konungur Líflands, sonur Kristjáns 3. Danakonungs (d. 1583). Sir Francis Drake, breskur sjóliðsforingi, sjóræningi og landkönnuður (d. 1596). William Byrd, enskt endurreisnartónskáld (d. 1623). Dáin 28. júlí - Thomas Cromwell, jarl af Essex, enskur stjórnmálamaður, tekinn af lífi (f. um 1485). (Sennilega) Tristan da Cunha, portúgalskur landkönnuður (f. um 1460). (Sennilega) Johann Georg Faust, þýskur alkemisti (f. 1480). ) Wikiwand - on Seamless Wikipedia browsing. On steroids.