Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar er fyrsta bók sem prentuð var á íslenska tungu. Prentun bókarinnar lauk 12. apríl 1540 í Hróarskeldu, Danmörku. Bókin er um 330 blöð og í litlu broti eða 8vo (sjá -vo). Ekki er vitað hve mörg eintök voru prentuð en talið er líklegt að Oddur hafi ætlað sérhverjum presti á Íslandi eintak.
Fræðimenn hafa löngum hrósað þýðingu Odds á Nýja testamenntinu fyrir það kjarnyrta mál sem Oddur notar og benda á að hann hafi lagt grunninn að þeim stíl sem enn er viðhafður í biblíuþýðingum. Margir hafa þó bent á að hann eigi oft í brösum við að mynda íslenskulegar setningar og að hann riti ekki hreint mál. Sigurður Nordal kallaði samt þýðinguna „eitt af leiðarmerkjunum í sögu íslenskra bókmennta“. Hann taldi stíl hans „svo svipmikinn og mergjaðan og mál hans svo auðugt, að enn er unun að lesa guðspjöllin í þeim búningi“. Dr. Jón Helgason prófessor tók ekki eins djúpt í árinni. Þó taldi hann stíl Odds „maklegan þeirra lofsyrða - ef litið er á þá kafla, sem best hafa tekist“. Í formála að bók sinni: Málið á Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar skrifar Jón samt sem áður:
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.