Remove ads
lögfræðingur og útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins (f 1970) From Wikipedia, the free encyclopedia
Stefán Eiríksson (f. 6. júní 1970 á Akureyri) er íslenskur lögfræðingur og útvarpsstjóri RÚV. Áður hefur hann verið lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og borgarritari Reykjavíkurborgar.
Stefán Eiríksson | |
---|---|
Fæddur | Stefán Eiríksson 6. júní 1970 Akureyri, Ísland |
Störf | Útvarpsstjóri RÚV |
Stefán lauk grunnskólaprófi frá Hagaskóla í maí 1986 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð í desember 1990. Hann keppti í Morfís og Gettu betur fyrir hönd MH og var m.a. valinn ræðumaður Íslands í úrslitakeppni Morfís 1989. Stefán útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands í febrúar 1996. Hann var formaður Orators, félags laganema, árin 1993-1994 og sat í Stúdentaráði Háskóla Íslands fyrir Vöku árin 1992-1994.
Stefán var blaðamaður á Tímanum 1990-1991 og á Morgunblaðinu 1991-1996 samhliða laganámi. Hann var ráðinn lögfræðingur í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu frá ársbyrjun 1996, starfaði í sendiráði Íslands í Brussel frá 1999-2001 og sinnti þar verkefnum á sviði dóms- og innanríkismála, þar á meðal á vettvangi Schengen samstarfsins. Hann var skipaður skrifstofustjóri dómsmála- og löggæsluskrifstofu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 1. janúar 2002 og síðar sama ár staðgengill ráðuneytisstjóra. Hann var í stjórn Neyðarlínunnar frá árinu 2002 og stjórnarformaður til ársins 2007. Stefán var skipaður lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu frá 15. júlí 2006. Hann var sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar frá 1. september 2014. Hann hefur sinnt stundakennslu í Háskóla Íslands og við Háskólann í Reykjavík og kenndi lögfræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð samhliða laganámi. Í desember 2016 réð borgarráð Reykjavíkurborgar Stefán í starf borgarritara.
Stefán var ráðinn útvarpsstjóri RÚV í janúar 2020.[1]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.