9. ágúst - Landnemar frá Jamestown réðust á bæ Paspahegh-indíána, myrtu tugi þeirra, rændu konu Powhatans höfðingja og börnum hennar og myrtu þau öll skömmu síðar. Þar með hófst Stríð Englendinga og Powhatana.
1.-23. desember - Stéttaþing var haldið í Örebro þar sem sextán ára gamall ríkisarfinn, Gústaf Adolf, las upp ræðu konungs í stað föður síns sem var veikur.
19. desember - Pieter Both kom til Batam þar sem hann reisti höfuðstöðvar fyrir hollensk yfirráð í Indónesíu.