Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Ganýmedes er stærsta tungl Júpíters og einnig stærsta tungl sólkerfisins. Þvermál hans er meira en þvermál Merkúrs en hann er þó helmingi massaminni. Ganýmedes er mun stærri en Plútó. Hann er eina tunglið (fyrir utan tungl Jarðar) sem hægt er að greina með berum augum, þótt til þess þurfi skarpa sjón og mjög góð sjónskilyrði. Það kemur því ekki á óvart að Galíleó Galílei skyldi hafa uppgötvað Ganýmedes strax árið 1610. Galíleó uppgötvaði þrjú önnur tungl Júpíters, Kallistó, Evrópu og Ió. Þessi fjögur tungl eru oft nefnd Galíleótunglin. Ganýmedes er nefndur eftir bikarbera guðanna í grískri goðafræði.
Ganýmedes er úr kísilríku bergi og vatnsís. Hann er umlukinn ísskorpu sem flýtur ofan á krapakenndum möttli þar sem gæti verið að finna lag af fljótandi vatni. Fyrstu vísbendingar úr gögnum frá Galíleó geimfarinu benda til að tunglið Ganýmedes sé uppbyggt úr þremur lögum:
Málmkjarninn bendir til þess að hiti í innviðum Ganýmedesar hafi eitt sinn verið hærri en hingað til hefur verið talið. Í raun gæti Ganýmedes svipað til Jó, ef frá er talinn ísinn.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.