Remove ads
dvergreikistjarna í sólkerfinu From Wikipedia, the free encyclopedia
Plútó (tákn: [1] og [2]) er dvergreikistjarna í Kuiperbeltinu, 2300 km í þvermál. Minnsta fjarlægð Plútós frá jörðu er um 4290 milljón kílómetrar og sú mesta um 7530. [3] Bandaríski stjörnufræðingurinn Clyde Tombaugh (1906-1997)[4] uppgötvaði Plútó árið 1930 en nafnið valdi hann eftir uppástungu 11 ára stúlku, Venetiu Burney (fædd Venetia Phair).
Heiti | |
---|---|
Nefnd eftir | Plútó |
Sporbaugur Plútós um sólu liggur ekki í sömu sléttu og sporbaugar reikistjarnanna heldur hallar honum um 17 gráður miðað við sléttu þeirra. [5] Ennfremur er sporbaugurinn óvenju ílangur og liggur að hluta fyrir innan sporbaug Neptúnusar. [6]
Árið 1988 uppgötvuðu vísindamenn hjá NASA að birta Plútós dofnaði lítils háttar þegar hann bar í stjörnu, en það var talið sanna að Plútó hefði lofthjúp.
Plútó hefur fjóra fylgihnetti, en sá fyrsti sem fannst nefnist Karon. [7] Karon er 900 km í þvermál og snúningstími hans um Plútó er sex sólarhringar. Hinir þrír fylgihnettirnir heita Nix, Hýdra og P4. Nix og Hýdra fundust í maí 2005 og tilvist þeirra var staðfest í febrúar 2006 en P4 í júlí 2011[8].
Plútó var lengi talin níunda reikistjarna sólkerfisins, eða frá 1930 til 24. ágúst 2006, þegar samþykkt var eftir heitar umræður á þingi Alþjóðasambands stjörnufræðinga að telja Plútó ekki lengur reikistjörnu, heldur dvergreikistjörnu. Ástæðan var m.a. sú að Plútó er aðeins einn af þúsundum þekktra geimfyrirbæra í Kuiperbeltinu og sum eru líklega stærri en hann. Einnig er sporbaugur Plútós talsvert frábrugðinn sporbaugum reikistjarnanna. Eitt ár á Plútó samsvarar um það bil 248 árum á jörðinni.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.