Remove ads
fylki í Bandaríkjunum From Wikipedia, the free encyclopedia
Kalifornía (enska: California) er fylki á vesturströnd Bandaríkjanna. Kalifornía liggur að Oregon í norðri, Nevada og Arizona í austri, Mexíkó í suðri og Kyrrahafinu í vestri. Höfuðborg fylkisins heitir Sacramento en Los Angeles er stærsta borg fylkisins. Meðal annarra þekktra borga í Kaliforníu eru San Francisco, Oakland, San Jose og San Diego.
Kalifornía
California | |
---|---|
Viðurnefni: The Golden State (Gullna fylkið) | |
Kjörorð: Eureka | |
Land | Bandaríkin |
Varð opinbert fylki | 9. september 1850 (31. fylkið) |
Höfuðborg | Sacramento |
Stærsta borg | Los Angeles |
Stjórnarfar | |
• Fylkisstjóri | Gavin Newsom (D) |
• Varafylkisstjóri | Eleni Kounalakis (D) |
Þingmenn öldungadeildar |
|
Þingmenn fulltrúadeildar |
|
Flatarmál | |
• Samtals | 423.970 km2 |
• Land | 403.932 km2 |
• Vatn | 20.047 km2 (4,7%) |
• Sæti | 3. sæti |
Stærð | |
• Lengd | 1.220 km |
• Breidd | 400 km |
Hæð yfir sjávarmáli | 880 m |
Hæsti punktur | 4.421 m |
Lægsti punktur | −85 m |
Mannfjöldi (2023)[1] | |
• Samtals | 38.965.193 |
• Sæti | 1. sæti |
• Þéttleiki | 97/km2 |
• Sæti | 11. sæti |
Heiti íbúa | Californian |
Tungumál | |
• Opinbert tungumál | Enska |
• Töluð tungumál |
|
Tímabelti | UTC−08:00 (PST) |
• Sumartími | UTC−07:00 (PDT) |
Póstnúmer | CA |
ISO 3166 kóði | US-CA |
Stytting | Calif., Cal., Cali. |
Breiddargráða | 32°32'N til 42°N |
Lengdargráða | 114°8'V til 124°26'V |
Vefsíða | ca |
Kalifornía er um 424.000 ferkílómetrar að stærð — þriðja stærsta fylki Bandaríkjanna á eftir Alaska og Texas. Landslag fylkisins er afar fjölbreytt.
Á 19. öld skall á gullæðið í Kaliforníu. Fólk flykktist að og efnahagur fylkisins batnaði til muna. Snemma á 20. öld varð Los Angeles miðstöð skemmtanaiðnaðar í heiminum og stórt aðdráttarafl ferðamanna. Ef Kalifornía væri land myndi það vera á meðal tíu stærstu hagkerfa heims (á stærð við Ítalíu) og 35. fjölmennasta.
Þessi greinarhluti þarfnast hreingerningar svo hann hæfi betur hér á Wikipedia. Eftir að greinin hefur verið löguð má fjarlægja þessi skilaboð. |
Árið 2005 var Kalifornía talið 5. stærsta hagkerfi í veröldinni og ábyrgt fyrir allt að 13% af heildar framleiðslu Bandaríkjanna. Aðaliðnaður Kaliforníu er landbúnaður og hefur fylkið verið kallað brauðkarfa Bandaríkjanna. Á hæla þess kemur kemur hátækni, bæði flug og geimiðnaður auk þess sem fylkið er þekkt fyrir tölvutækni og Silicon Valley sem er staðsettur í San Jose er talin ein helsta miðstöð tölvuvæðingarinnar, bæði hugbúnaðarframleiðslu og einnig framleiðslu á tölvum og íhlutum. Í Kaliforníu er afþreyingariðnaður einnig mjög mikilvægur, bæði framleiðsla kvikmynda og tölvuleikja en þó fyrst og fremst framleiðsla sjónvarpsefnis.
Þennan greinarhluta þarf að uppfæra. Ástæða gefin: úreltar tölur. |
Kalifornía er fjölmennasta fylki Bandaríkjanna, með um 39.53 milljónir íbúa.[2] Samkvæmt U.S. Census Bureau 2000 þá er hlutfall kynþátta í ríkinu sem hér segir:
Auk þess má geta að 32,4% flokka sig sem latinos eða upprunna frá Mið- og Suður-Ameríku.
Árið 2005 höfðu um 58% íbúa Kaliforníu ensku að móðurmáli (sem fyrsta mál), en um 28% töluðu spænsku, einkum er spænska útbreidd í suðurhluta fylkisins. Um 14% íbúanna tala ýmis tungumál (sem fyrsta mál), og eru ýmis Asíumál áberandi í hverfum innflytjenda. Alls eru töluð um 70 tungumál á svæðinu.
Fylkinu er skipt í 58 sýslur. Þær eru:
Miðdalur Kaliforníu er mesta landbúnaðarhérað fylkisins. Vestur af honum eru Sierra Nevada eða Snjófjöll. Í eða við fjöllin eru Yosemite-þjóðgarðurinn með háa kletta og fossa, Sequoia-þjóðgarðurinn og Kings Canyon-þjóðgarðurinn þar sem stærstu tré í heimi vaxa; rauðviður, Tahoe-vatn er stærsta stöðuvatn fylkisins og Mount Whitney er sem er hæsta fjall Bandaríkjanna 48 (utan Alaska og Hawaii).
Í norðri eru Fossafjöll (sem ná norður í gegnum Oregon og Washingtonfylki) þar sem eldkeilur eru áberandi fjöll. Lassen Peak gaus í byrjun 20. aldar. Lassen Volcanic-þjóðgarðurinn er umhverfis fjallið. Við norðurströndina vex strandrauðviður sem hefur að geyma hæstu eintök trjáa í heimi. Þar eru Redwood-þjóðgarðarnir.
Í suðaustur-Kaliforníu má finna eyðimerkur eins og Dauðadal sem er lægsti og heitasti staður Bandaríkjanna. Þar eru vaxa kaktusar og annar eyðimerkurgróður. Death Valley-þjóðgarðurinn er þjóðgarður sem nær yfir svæðið.
Um 45% fylkisins er skógi vaxið og er fjöldi furutrjáa. Í Hvítufjöllum má finna broddfuru sem er yfir 5000 ára gömul. Dýralíf er fjölbreytt. Meðal spendýra eru: fjallaljón, sléttuúlfar, svartbirnir, íkornar og stórhyrningar.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.