Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Birgir Ísleifur Gunnarsson (fæddur í Reykjavík 19. júlí 1936, dáinn 28. október 2019) var íslenskur lögfræðingur og fyrrum seðlabankastjóri. Foreldrar hans voru Gunnar Espólín Benediktsson (f. 30. júní 1891, d. 13. febrúar 1955) hæstaréttarlögmaður og Jórunn Ísleifsdóttir (f. 2. október 1910, d. 28. desember 1999) húsmóðir. Birgir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1955 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1961.
Hann starfaði meðal annars sem framkvæmdastjóri Sambands ungra sjálfstæðismanna á árunum 1961 – 1963 og rak eigin lögmannsstofu í Reykjavík árin 1963 – 1972. Hann gegndi embætti borgarstjóra Reykjavíkur frá desember 1972 til maí 1978 og hefur auk þess unnið ýmis störf í stjórnmálum frá maí 1978 til desember 1979. Þann 8. júlí 1987 var hann skipaður menntamálaráðherra en hætti störfum 28. september 1988. Birgir var bankastjóri Seðlabanka Íslands árin 1991 til 2005.
Fyrirrennari: Geir Hallgrímsson |
|
Eftirmaður: Egill Skúli Ingibergsson |
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.