18. janúar - Mannréttindadómstóll Evrópu komst að því að breska ríkisstjórnin hefði gerst sek um illa meðferð fanga á Norður-Írlandi, en ekki pyntingar.
16. mars - Rauðu herdeildirnar rændu Aldo Moro í Róm. Hann fannst síðar myrtur í farangursgeymslu fólksbifreiðar.
16. mars - Olíuskipið Amoco Cadiz steytti á skerjum í Ermarsundi og brotnaði í tvennt með þeim afleiðingum að úr varð eitt alvarlegasta umhverfisslys sögunnar.
18. mars - Fyrrum forsætisráðherra Pakistan, Zulfikar Ali Bhutto, var dæmdur til dauða fyrir að hafa fyrirskipað morð á pólitískum andstæðingi.
22. mars - Loftfimleikamaðurinn Karl Wallenda lést þegar hann féll af línu sem hann gekk á á milli hótela í San Juan, Púertó Ríkó.
27. apríl - Daoud Khan, forseti Afganistan, var myrtur í valdaráni hersins. Afganska borgarastyrjöldin hófst í kjölfarið.
30. apríl - Nur Muhammad Taraki lýsti yfir stofnun Alþýðulýðveldisins Afganistan.
Maí
Hundasleðinn sem Uemura notaði til að komast á Norðurpólinn.
1. maí - Sprengjumaðurinn frá Gladsaxe særðist af eigin sprengju í Kaupmannahöfn og var tekinn höndum.
1. maí - Japanski ævintýramaðurinn Naomi Uemura komst fyrstur manna einn á Norðurpólinn.
4. maí - Kassingablóðbaðið átti sér stað í suðurhluta Angóla.
7. maí - Jarðgöng undir Oddsskarð á milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar voru vígð. Göngin eru í um 630 metra hæð og eru um 630 metra löng.
9 mai 1978. Eftir margra ára tilraunir tókst Herði Torfasyni, leikara, leikstjóra og söngvaskáldi, að stofna baráttusamtök fyrir réttindum samynhneigðra á Íslandi á heimili sínu í Reykjavík. Þar með var hafin formlega barátta fyrir lagalegum réttindum samkynhneigðra á Íslandi. Fyrsti formaður S´78 var Guðni Baldursson.
8. maí - Reinhold Messner (Ítalía) og Peter Habeler (Austurríki) urðu fyrstir til að fara á tind Everestfjalls án súrefnistanka.
9. maí - Sundurskotið lík fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, Aldo Moro, fannst í skotti bíls í Róm.
12.-13. maí - Hópur málaliða undir stjórn Bob Denard framdi valdarán á Kómoreyjum.
26. maí - Fyrsta löglega spilavítið á austurströnd Bandaríkjanna var opnað í Atlantic City.
28. maí - Sveitarstjórnarkosningar voru haldnar á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn missti þann meirihluta sem hann hafði haft í borgarstjórn Reykjavíkur í áratugi í kosningum, en náði honum svo aftur fjórum árum síðar.
7. ágúst - Kókaínvaldaránið átti sér stað í Hondúras.
17. ágúst - Loftbelgurinn Double Eagle II náði til Miserey í Frakklandi og varð þar með fyrsti loftbelgurinn til að fljúga yfir Atlantshaf.
18. ágúst - Á eyjunni Cavallo hleypti Viktor Emmanúel af Savoja af skotum á eftir gúmmíbátaþjófum. Eitt skot hafnaði í 19 ára syni þýska auðkýfingsins Ryke Geerd Hamer sem svaf í bát þar nærri með þeim afleiðingum að hann lést. Viktor Emmanúel var síðar sýknaður af ákæru fyrir morð en dæmdur fyrir ólöglegan vopnaburð.