Kólombó
From Wikipedia, the free encyclopedia
From Wikipedia, the free encyclopedia
Kólombó (කොළඹ eða Kolamba á singalísku; கொழும்பு eða Koḻumpu á tamílsku) er efnahagsleg höfuðborg og stærsta borg Srí Lanka.[1] Samkvæmt Brookings-stofnuninni búa um 5,6 milljónir manna á stórborgarsvæðinu.[2][3][4][5] og 752.993 manns í borginni sjálfri. Borgin er efnahagskjarni eyjunnar og vinsæll ferðamannastaður. Borgin er staðsett á vesturströnd eyjunnar og er nærri stærra Kólombó-svæðinu þar sem Srí Jajevardenepúra, stjórnsýsluleg höfuðborg landsins, er einnig staðsett. Oft er talað um Kólombó sem höfuðborg landsins þar sem Srí Jajevardenepúra er innan stórborgarsvæðisins og í reynd úthverfi Kólombó. Kólombó er einnig stjórnsýsluhöfuðborg vesturhéraðs Srí Lanka og höfuðborg Kólombó-héraðs. Kólombó er lifandi borg þar sem finna má blöndu af nútímalífi, byggingum frá nýlendutímanum og eldri rústir.[6] Kólombó var talin stjórsýsluleg höfuðborg Srí Lanka til ársins 1982.
Kólombó
කොළඹ கொழும்பு | |
---|---|
Höfuðborg (aðsetur framkvæmdavalds og dómsvalds) | |
Lua villa í Module:Location_map, línu 531: Fann ekki kortagögn: "Module:Location map/data/Srí Lanka" er ekki til. | |
Hnit: 6°56′04″N 79°50′34″A | |
Land | Srí Lanka |
Hérað | Vesturhérað |
Stjórnarfar | |
• Borgarstjóri | Enginn |
Flatarmál | |
• Borg | 37,31 km2 |
Hæð yfir sjávarmáli | 1 m |
Mannfjöldi (2011) | |
• Borg | 752.993 |
• Þéttleiki | 20.182/km2 |
Tímabelti | UTC+05:30 |
Póstnúmer | 0xxxx |
Svæðisnúmer | 011 |
Vefsíða | colombo |
Vegna mikillar hafnar borgarinnar og hentugrar staðsetningar hennar þekktu fornir kaupmenn Kólombó fyrir 2.000 árum. Kólombó varð höfuðborg eyjunnar þegar Srí Lanka féll undir stjórn breska heimsveldisins árið 1815[7] og varð áfram höfuðborg landsins þegar Srí Lanka hlaut sjálfstæði árið 1948. Árið 1978 var Srí Jajevardenepúra gerð að stjórnsýslulegri höfuðborg en Kólombó var áfram talin efnahagsleg höfuðborg landsins.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.