Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Alþýðuflokkurinn var íslenskur jafnaðarmannaflokkur stofnaður árið 1916 í þeim yfirlýsta tilgangi að vera stjórnmálaafl verkalýðsfélaganna í landinu, flokkurinn hafði þrisvar forsætisráðuneytið. Árið 1999 sameinaðist flokkurinn þremur öðrum flokkum yfir í Samfylkinguna og var því flokkurinn lagður niður. Á starfstíma sínum var Alþýðuflokkurinn í meiri en helmingi af ríkisstjórnum landsins. Fyrst átti Alþýðuflokkurinn þátt í Stjórn hinna vinnandi stétta 1931-1940. Lengsta ríkisstjórnarseta Alþýðuflokksins var í Viðreisnarstjórninni á árunum 1959-1971. Aðalmálgagn Alþýðuflokksins var Alþýðublaðið sem kom út frá árinu 1919 til 1997.
Alþýðuflokkurinn | |
---|---|
Fylgi | 11,4% (1995) |
Formaður | Sjá lista |
Stofnár | 1916 |
Lagt niður | 1999 |
Gekk í | Samfylkingin |
Stjórnmálaleg hugmyndafræði |
jafnaðarstefna |
Listabókstafur | A |
Alþýðuflokkurinn var formlega stofnaður í Reykjavík 12. mars árið 1916 sem stjórnmálaarmur Alþýðusambands Íslands. Helstu hvatamenn að stofnun hans voru Ólafur Friðriksson, Jón Baldvinsson, Ottó N. Þorláksson og Jónas Jónsson frá Hriflu (sem þó gekk ekki í flokkinn). Á stofnfundinum voru fulltrúar frá sjö verkalýðsfélögum úr Reykjavík og Hafnarfirði. Stefna flokksins var í anda jafnaðarstefnunnar (sósíaldemókrata) og stofnuð voru félög jafnaðarmanna um allt land. Flokkurinn tók fyrst þátt í kosningum 1916 en fékk engan þingmann kjörinn. Fyrsta flokksfélag flokksins var Jafnaðarmannafélag Reykjavíkur stofnað 1917. 1926 gekk flokkurinn í Alþjóðasamband jafnaðarmanna.
Fyrir kosningarnar 1923 og 1927 átti Alþýðuflokkurinn í óformlegu samstarfi við Framsóknarflokkinn sem fólst í því að vera ekki með gagnframboð í kjördæmum. Enda var þingmaður Framsóknarflokksins, Jónas frá Hriflu, einn af stofnendum flokksins. Fyrsta stjórnarþátttaka Alþýðuflokksins var auk þess í Stjórn hinna vinnandi stétta með Framsóknarflokknum. Ákveðin verkaskipting var með flokkunum þar eð Framsóknarflokkurinn höfðaði til sveita og Alþýðuflokkurinn til hins ört vaxandi þéttbýlis.
Lengsta samfellda stjórnarþátttaka Alþýðuflokksins var þó með Sjálfstæðisflokknum í Viðreisnarstjórninni 1959 til 1971. Alþýðuflokkurinn átti aðild að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar 1987 sem sprakk að við lá í beinni útsendingu 1988 og síðan í þeim „vinstristjórnum“ sem fylgdu í kjölfarið undir forsæti Steingríms Hermannssonar. Síðast átti Alþýðuflokkurinn aðild að Viðeyjarstjórninni með Sjálfstæðisflokki 1991-1995. Þá var Jón Baldvin Hannibalsson, formaður flokksins, utanríkisráðherra og átti meðal annars stóran þátt í því að Ísland gerðist aðili að EES og varð fyrst til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltslandanna.
Margoft í sögu flokksins varð klofningur, bæði til vinstri eða í kjölfar sameiningartilrauna flokka á vinstri vængnum og eins í tengslum við tiltekin málefni. Kommúnistaflokkur Íslands klofnaði út úr honum árið 1930. Árið 1937 var Héðinn Valdimarsson rekinn úr flokknum fyrir að reyna að stofna til samfylkingar með kommúnistum í trássi við samþykktir flokksins. Það ár stofnuðu Héðinn og kommúnistar Sameiningarflokk Alþýðu - Sósíalistaflokkinn.
Á árunum 1940-42 skildi á milli Alþýðuflokksins og Alþýðusambandsins. Ákveðið var á sambandsþingi að Alþýðusambandið myndi starfa sjálfstætt til þess að geta höfðað til kjósenda allra flokka. Talið var óhollt hugsjónum verkalýðsbaráttunni um bætt kjör og réttindi að spyrða ASÍ of fast við tiltekinn stjórnmálaflokk.[1]
Árið 1956 gekk fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, og þáverandi formaður Alþýðusambands Íslands Hannibal Valdimarsson úr Alþýðuflokknum ásamt öðrum í málfundafélagi jafnaðarmanna og stofnaði Alþýðubandalagið ásamt Sósíalistaflokknum. Árið 1983 bauð fyrrverandi menntamálaráðherra Alþýðuflokksins, Vilmundur Gylfason, sig fram til Alþingis undir merkjum Bandalags jafnaðarmanna. Að síðustu, árið 1994, klauf Jóhanna Sigurðardóttir ásamt Ágústi Einarssyni sig út úr Alþýðuflokknum og stofnaði Þjóðvaka.
Þrátt fyrir að taka þátt í meira en helmingi allra ríkisstjórna frá stofnun lýðveldis varð Alþýðuflokkurinn aldrei sú valdastofnun á Íslandi sem systurflokkar hans á hinum Norðurlöndunum urðu (Sósíaldemókratar í Danmörku, Sósíaldemókrataflokkurinn í Finnlandi, Verkamannaflokkurinn í Noregi og Sænski sósíaldemókratíski verkamannaflokkurinn í Svíþjóð). Mest fékk flokkurinn 22% atkvæða í kosningunum 1978 (á sama tíma og Alþýðubandalagið fékk sitt mesta sögulega fylgi) en kjörfylgi flokksins var oftast í kringum 15%.
Í borgarstjórnarkosningum 1994 og 1998 bauð flokkurinn fram ásamt Framsóknarflokki, Alþýðubandalagi og Samtökum um kvennalista undir nafni R-listans. Árið 2000 gerði flokkurinn samning við samstarfsflokka sína innan Samfylkingarinnar um sameiginleg framboð til frambúðar.
Alþýðuflokkurinn veitti ríkisstjórn Tryggva Þórhallssonar hlutleysi 1927-1931 en átti ekki ráðherra fyrr en 1934:
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.