Remove ads

Sameiningarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn, oftast nefndur einfaldlega Sósíalistaflokkurinn, var íslenskur stjórnmálaflokkur sem starfaði frá 1938 til 1968 þegar Alþýðubandalagið var gert að formlegum stjórnmálaflokki. Hann var myndaður af Kommúnistaflokki Íslands og hluta úr Alþýðuflokknum á grundvelli hugmyndarinnar um breiðfylkingu alþýðu gegn fasisma sem síðasta þing Komintern árið 1935 hafði sett fram og sem Einar Olgeirsson barðist fyrir á Íslandi.

1956 tók Sósíalistaflokkurinn þátt í stofnun kosningabandalagsins Alþýðubandalagsins ásamt Málfundafélagi jafnaðarmanna og Hannibal Valdimarssyni. Þegar Alþýðubandalagið varð að stjórnmálaflokki árið 1968 gekk Sósíalistaflokkurinn sjálfkrafa inn í það. Með því var flokkurinn lagður niður.

Sósíalistafélag Reykjavíkur neitaði að ganga í Alþýðubandalagið og hélt áfram sjálfstæðu starfi í nokkur ár áður en það hætti starfsemi. Kvenfélag Sósíalista var einnig starfrækt áfram þar til það var formlega lagt niður árið 1992.

Remove ads

Formenn

Varaformenn

Kjörfylgi

Nánari upplýsingar Alþingiskosningar, Kosningar ...
Alþingiskosningar
Kosningar  % atkvæða þingsæti
1942 (júlí) 16,2 6
1942 (október) 18,5 10
1946 19,5 10
1949 19,5 9
1953 16,1 7
Loka
Nánari upplýsingar Borgarstjórnarkosningar, Kosningar ...
Borgarstjórnarkosningar
Kosningar  % atkvæða fulltrúar
1942 23,8 4 (15)
1946 28,5 4 (15)
1950 26,5 4 (15)
1954 19,3 3 (15)
Loka

Tenglar

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.

Remove ads