1. janúar - Skæruliðasamtökin EZLN hófu aðgerðir í Chiapas í Mexíkó.
2. janúar - Flestir sjómenn Íslands fóru í verkfall, sem stóð í 14 daga þangað til Alþingi setti bráðabirgðalög sem gerðu verkfallið ólöglegt.
4. janúar - Mikill samdráttur varð í herstöðinni á Keflavíkurflugvelli. F-15orrustuþotum var fækkað úr 12 í 4, hlustunar- og miðunarstöð lokað og hermönnum fækkað um tæplega 400 í áföngum.
6. janúar - Árásarmaður barði skautadrottninguna Nancy Kerrigan í hægri fótinn með kylfu að undirlagi fyrrverandi eiginmanns keppinautar hennar, Tonya Harding.
10. janúar - Þyrlusveit Varnarliðsins bjargaði sex skipverjum af Goðanum í fárviðri í Vöðlavík við Reyðarfjörð. Einn maður fórst.
21. janúar - Lorena Bobbitt var sýknuð af ákæru um að hafa skorið liminn af eiginmanni sínum, John Wayne Bobbitt, þar sem dómurinn taldi að stundarbrjálæði hefði átt sök á verknaðinum.
21. janúar - 11 karlmenn og ein kona úr glæpagenginu Militärligan voru handtekin af sænsku lögreglunni.
Febrúar
1. febrúar - Metsöluplata bandarísku hljómsveitarinnar Green Day, Dookie, kom út.
20. mars - Ítalski blaðamaðurinn Ilaria Alpi og myndatökumaðurinn Miran Hrovatin voru myrt í Sómalíu.
27. mars - Bandalag hægriflokka undir forystu athafnamannsins Silvio Berlusconi sigraði þingkosningar á Ítalíu.
27. mars - Evrópska orrustuþotan Eurofighter Typhoon flaug jómfrúarflug sitt.
28. mars - Blóðbaðið við Shell House: Öryggisverðir í höfuðstöðvum Afríska þjóðarflokksins skutu á þúsundir fylgismanna Inkathahreyfingarinnar.
31. mars - Tímaritið Nature sagði frá uppgötvun fyrstu heilu hauskúpu Australopithecus afarensis í Eþíópíu.
Apríl
5. apríl - Skotárásin í Árósaháskóla: Fleming Nielsen skaut tvær konur til bana og særði aðrar tvær á matsal í Árósaháskóla í Danmörku.
6. apríl - Forseti Rúanda, Juvénal Habyarimana, og forseti Búrúndí, Cyprien Ntaryamira, fórust þegar þyrla þeirra var skotin niður við Kígalí í Rúanda.
20. apríl - Paul Touvier varð fyrsti Frakkinn sem dæmdur var fyrir glæpi gegn mannkyni fyrir að hafa fyrirskipað aftöku 7 gyðinga undir Vichy-stjórninni í Frakklandi á stríðsárunum.
2. júlí - Kólumbíski knattspyrnumaðurinn Andrés Escobar var skotinn til bana í Medellín. Talið er að morðið hafi verið hefnd fyrir sjálfsmark sem hann skoraði á landsleik gegn liði Bandaríkjanna í heimsmeistarakeppni landsliða.
28. september - Gíslatakan í Torp: Tveir sænskir ræningjar tóku fjóra gísla á Sandefjord-flugvelli í Noregi. Einn ræningjanna var skotinn til bana af lögreglu.
19. október - Nýtt skip, Guðbjörg („Guggan“), kom til Ísafjarðar. Hún var fullkomnasta skip íslenska veiðiflotans og kostaði hálfan annan milljarð króna.
11. desember - Lítil sprengja sprakk í Philippine Airlines flugi 434 með þeim afleiðingum að japanskur athafnamaður lést. Sprengjan var í raun aðeins prufa sem íslamistinn Ramzi Yousef stóð að vegna Bojinka-aðgerðarinnar.