From Wikipedia, the free encyclopedia
Linuxkjarninn er frjáls stýrikerfiskjarni sem Linus Torvalds byrjaði að skrifa árið 1991, í dag vinna hundruð manna að honum en Linus Torvalds hefur þó enn yfirumsjón með þróununni. Hann er nær allur skrifaður í C, með nokkra hluta sem snúa að samskiptum við einstaka örgjörva í smalamáli. Er náskylt Unix stýrikerfinu og kallast Unix-legt.
Upprunalega féll Linux ekki undir skilgreininguna frjáls hugbúnaður þar sem bara mátti dreifa honum án hagnaðar, en snemma var leyfinu breytt í útgáfu 2 af hinu almenna GNU leyfi eða GPL.
Strangt til tekið vísar orðið Linux eingöngu til kjarnans, en í daglegu tali er orðið þó notað yfir öll þau stýrikerfi og dreifingar sem byggja á honum. Richard Stallman stofnandi og aðaldrifkrafturinn á bak við GNU verkefnið, sem leggur til fjölmarga aðra hluta frjálsra stýrirkerfa, hefur barist fyrir því að slík kerfi séu kölluð GNU/Linux en því hefur verið tekið dræmt.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.