From Wikipedia, the free encyclopedia
GSM (skammstöfun: Global System for Mobile Communications, upphaflega Groupe Spécial Mobile) er alþjóðlegur staðall sem Evrópusamtök um stöðlun fjarskipta (ETSI) hafa þróað. GSM er útbreiddasti staðall fyrir farsíma í heimi en yfir 90% farsímakerfa í 219 löndum eru byggð á GSM. Staðallinn er önnur kynslóð (2G) farsímatækni sem ætlaður var til að leysa hliðræna 1G-kerfið af hólmi. Hann er hannaður fyrir símtöl en gagnaflutningum var seinna bætt við (kerfin GPRS og EDGE).
Í kjölfar GSM-staðalsins komu þriðju kynslóðar (3G) UMTS-tæknin og fjórðu kynslóðar (4G) LTE. Þessi kerfi eru ekki hlutar af GSM-staðlinum.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.