Mannréttindavaktin (enska: Human Rights Watch) eru alþjóðleg samtök sem berjast fyrir auknum mannréttindum og fylgjast með þróun mannréttinda og mannréttindabrota um allan heim. Samtökin eru óháð ríkisstjórnum og með aðalstöðvar í New York í Bandaríkjunum.

Staðreyndir strax Mannréttindavaktin Human Rights Watch, Skammstöfun ...
Mannréttindavaktin
Human Rights Watch
Thumb
SkammstöfunHRW
Stofnun1978; fyrir 46 árum (1978)
GerðAlþjóðleg mannréttindasamtök
HöfuðstöðvarNew York-borg, Bandaríkjunum
LykilmennKenneth Roth (framkvæmdastjóri)
James F. Hoge Jr. (formaður)
Vefsíðawww.hrw.org
Loka

Samtökin voru upphaflega stofnuð 1978 undir heitinu Helsinkivaktin (e: Helsinki Watch) til að fylgjast með framferði Sovétríkjanna sem höfðu skrifað undir Helsinki-sáttmálann. Fleiri vaktir voru stofnaðar sem fylgdust með öðrum ríkjum og 1988 sameinuðust þær undir núverandi heiti.

Sérstaða Mannréttindavaktarinnar felst einkum í mannréttindaskýrslum sem þykja ítarlegar og áreiðanlegar vegna mikillar vinnu sem er lögð í þær. Skýrslurnar varpa oft ljósi á mannréttindabrotum og leiða til þrýstings á viðkomandi stjórnvöld og önnur samtök til þess að leiðrétta vandann. Jafnrétti kynjanna, jafnrétti vegna kynhneigðar, pyntingar, notkun barna í hernaði, spilling stjórnvalda og dómskerfis eru meðal þeirra mála þar sem samtökin hafa verið hvað virkust.

Tengill

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.