Janúar - Kosið í fyrsta sinn í bæjarstjórnarkosningum í Reykjavík með hlutbundnum og leynilegum kosningum eftir að bæjarstjórnarlögum hafði verið breytt.
17. febrúar - Fyrsta fréttamyndin í íslensku blaði birtist í Ísafold. Það var teikning af Friðriki 8. Danakonungi að flytja ávarp.
7. apríl - Í aftakaveðri fórust þrjú skip á Faxaflóa: Ingvar með 20 manna áhöfn hjá Viðey og Emilie og "Sophia Wheatly" hvor með 24 mönnum vestur undir Mýrum. Öll skipin voru frá Reykjavík.
23. ágúst - Lokið var við að leggja sæstreng milli Seyðisfjarðar og Færeyja þann og það barst fyrsta símskeytið til Íslands
29. september - Lagningu landssíma milli Reykjavíkur og Seyðisfjarðar lokið og Landsími Íslands tók til starfa. Fyrsta símskeytið var sent til konungs frá Hannesi Hafstein ráðherra.
2. október - Fyrsta íslenska dagblaðið kom út í Reykjavík. Það hét Dagblaðið og kom út daglega í þrjá mánuði.
10. mars - Sprenging varð í kolanámu í Courrières í Frakklandi. 1099 manns fórust og er það versta námuslys sem orðið hefur í Evrópu og hið næstmannskæðasta í heiminum.
18. apríl - Jarðskjálfti í San Francisco, 7,8 stig á Richter. Að minnsta kosti 3000 fórust og hundruð þúsunda urðu heimilislausir.