Remove ads
þýskur og bandarískur eðlisfræðingur og sameindaerfðafræðingur From Wikipedia, the free encyclopedia
Max Ludwig Henning Delbrück (fæddur 4. september 1906 í Berlín, dáinn 9. mars 1981 í Pasadena í Kaliforníu) var þýskur og bandarískur eðlisfræðingur og sameindaerfðafræðingur. Hann er þekktastur fyrir að hafa með tilraunum sínum lagt grunninn að sameindalíffræði. Hann hlaut Nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknisfræði ásamt Salvador Luria og Alfred Hershey árið 1969 fyrir rannsóknir á afritunarferli erfðaefnisins og erfðafræði veira [2].
Lífvísindi 20. öld | |
---|---|
Nafn: | Max Delbrück |
Fæddur: | 4. september 1906 í Berlín í Þýska keisaradæminu |
Látinn | 9. mars 1981 í Pasadena í Kaliforníu |
Svið: | Sameindaerfðafræði |
Helstu viðfangsefni: |
Erfðir í bakteríum og veirum |
Markverðar uppgötvanir: |
Stökkbreytingar eru slembiháðar (en ekki aðlögun).[1] Grunntækni í sameindaerfðafræði. |
Alma mater: | Georg-August-háskólinn í Göttingen |
Helstu vinnustaðir: |
Vanderbilt University Caltech Cold Spring Harbor Laboratory |
Verðlaun og nafnbætur: |
Nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknisfræði 1969 |
Max Delbrück fæddist inn í mikils metna fræðimannafjölskyldu. Faðir hans, Hans Delbrück, var prófessor í sagnfræði við Háskólann í Berlín og móðir hans, Carolina Thiersch, var barnabarn hins þekkta efnafræðings Justus von Liebig. Föðurbróðir hans og nafni, Max Delbrück eldri, var þekktur efnafræðingur og frumkvöðull í líftækni gers.
Delbrück nam stjörnufræði og kennilega eðlisfræði við Háskólann í Göttingen og útskrifaðist með doktorsgráðu árið 1930. Að því loknu starfaði hann að tímabundnum rannsóknaverkefnum, fyrst hjá John Lennard-Jones í Bristol og síðan hjá Niels Bohr í Kaupmannahöfn. Bohr og vangaveltur hans um algildi skammtafræðinnar, meðal annars varðandi lífverur og lífefnafræði, höfðu mikil áhrif á Delbrück og kveiktu hjá honum áhuga á þverfaglegum rannsóknum og líffræði[3].
Hann fluttist aftur til Berlínar árið 1932 og starfaði sem rannsóknamaður hjá Lisu Meitner við Kaiser Wilhelm stofnunina, en hún vann þá ásamt Otto Hahn að hinum þekktu rannsóknum sínum á geislavirkni úraníums. Á þessum tíma vann hann að kennilegum rannsóknum sínum á ljósbroti gammageisla sem síðar varð kennt við hann [3].
Árið 1937, þegar honum þótti afskipti nasista af rannsóknastarfi í Berlín orðin ólíðandi, flutti Delbrück til Bandaríkjanna og tók þá af fullum krafti til við rannsóknir í lífvísindum, fyrst við Caltech þar sem hann fékkst við erfðafræði bananaflugna. Við Caltech kynntist hann fyrst bakteríum og veirum þeirra (gerilætum eða fögum). Árið 1942, þá starfandi við Vanderbilt Háskóla í Tennessee, sýndu hann og Salvador Luria fram á að þolni baktería gegn gerilætum kemur til vegna slembiháðra stökkbreytinga, en ekki vegna aðlögunar. Fyrir þessa rannsókn hlutu þeir Nóbelsverðlaunin, ásamt Alfred Hershey.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.