Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Gerlar eða bakteríur (fræðiheiti: Bacteria) eru stór og mikilvægur hópur dreifkjörnunga. Þeir eru yfirleitt flokkaðir sem sérstakt ríki aðgreint frá ríkjum forngerla og fjórum ríkjum heilkjörnunga eða sem sérstakt yfirríki eða lén. Þar til á 9. áratug 20. aldar voru gerlar og forngerlar flokkaðir saman í ríkið Monera en á grundvelli erfðafræðirannsókna eru þessir tveir hópar nú aðgreindir í tvö ríki.
Gerlar | ||
---|---|---|
Escherichia coli stækkaðar 25.000 sinnum | ||
Vísindaleg flokkun | ||
| ||
Fylkingar | ||
| ||
Gerlar eru algengustu lífverur sem til eru og finnast nánast alls staðar í náttúrunni, í jarðvegi, vatni og lofti, auk þess sem þeir lifa í sambýli við aðrar lífverur og eru í mörgum tilfellum nauðsynlegir líkamsstarfssemi lífveranna. Nokkrir gerlar valda þó sýkingum og teljast því sýklar, en sýklalyf eru notuð til að vinna á þeim.
Dæmigerð gerilfruma er um 0,5 til 1,0 µm að þvermáli og um 0,5 til 5,0 µm að lengd. Til samanburðar eru háræðar vanalega 5-10 µm að þvermáli. Einstaka tegundir baktería geta þó vikið töluvert frá þessu stærðarbili. Þannig verða til dæmis Thiomargarita namibiensis og Epulopiscium fishelsoni allt að hálfur millimetri (500 µm) að lengd og eru því sýnilegir berum augum.[7] Smæstu gerlarnir eru um 0,2 míkrómetrar að þvermáli.[8]
Algengustu formgerðir gerla eru annars vegar kúlulögun, en hana hafa svokallaðir kúlugerlar eða kokkar (dregið af gríska orðinu κόκκος sem þýðir korn), og hins vegar ílöng gerð, en hana hafa svokallaðir stafgerlar eða bacillusar (dregið af latneska orðinu baculus sem þýðir stafur eða prik).
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.