Blaðamannaávarpið
From Wikipedia, the free encyclopedia
Blaðamannaávarpið var sameiginleg yfirlýsing ritstjóra sex helstu blaða á Íslandi sem var prentuð í blöðunum þann 12. nóvember 1906. Fyrr á árinu hafði Þingmannaförin til Danmerkur verið farin. Í ávarpinu lýstu ritstjórarnir þeirri stefnu sem þeir töldu æskilega í væntanlegum viðræðum Dana og Íslendinga um samband landanna í tengslum við konungskomuna 1907. Ritstjórarnir voru:
- Benedikt Sveinsson, ritstjóri Ingólfs
- Björn Jónsson, ritstjóri Ísafoldar
- Einar Hjörleifsson, ritstjóri Fjallkonunnar
- Hannes Þorsteinsson, ritstjóri Þjóðólfs
- Sigurður Hjörleifsson, ritstjóri Norðurlands
- Skúli Thoroddsen, ritstjóri Þjóðviljans
Tenglar

Á Wikiheimild er að finna texta sem tengist
- Ávarpið í Ingólfi
- Ávarpið í Þjóðviljanum
- Ávarpið í Ísafold
- Ávarpið í Fjallkonunni
- Ávarpið í Þjóðólfi
- Ávarpið í Norðurlandi
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.