Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Benedikt Sveinsson (2. desember 1877 – 16. nóvember 1954) var íslenskur stjórnmálamaður, ritstjóri, bókavörður og bankastjóri.
Benedikt fæddist á Húsavík, sonur Sveins Víkings Magnússonar, veitingamanns, og Kristjönu Guðnýjar Sigurðardóttur, húsmóður og ljósmóður. Hann lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum árið 1901 og tók próf í forspjallsvísindum árið eftir. Hann starfaði við blaðamennsku og ritstjórn til 1915. Árið 1917 varð hann gæslustjóri Landsbankans og bankastjóri 1918-1921. Árið 1922 var hann ráðinn útgáfustjóri að sögu Alþingis. Hann var bókavörður í Landsbókasafninu frá 1931 og síðan skjalavörður í Þjóðskjalasafni frá 1941-1948. Hann annaðist útgáfu á mörgum Íslendingasögum fyrir Sigurð Kristjánsson bóksala og skrifaði fjölda blaða- og tímaritagreina um sögu Íslands, tungu, bókmenntir og ýmis þjóðmál.
Benedikt var alþingismaður Norður-Þingeyinga 1908-1931, lengst af fyrir Sjálfstæðisflokk (eldri) en frá 1927 fyrir Framsóknarflokk. Hann var forseti neðri deildar Alþingis 1920-1930. Hann var mikill baráttumaður fyrir sjálfstæði Íslands en þegar sambandslagafrumvarpið var afgreitt á Alþingi 1918 barðist hann hart gegn samþykkt þess og var eini þingmaður neðri deildar sem greiddi atkvæði gegn því, þar sem hann taldi það ekki ganga nógu langt.
Benedikt kvæntist Guðrúnu Pétursdóttur frá Engey árið 1904 og átti með henni sjö börn, Svein, Pétur, Bjarna, Kristjönu, Ragnhildi, Guðrúnu, Ólöfu.
Í bæjarstjórn Reykjavíkur 1914—1920. Í fullveldisnefnd 1917—1918. Í verðlagsnefnd 1918—1919. Forseti Hins íslenska þjóðvinafélags 1918—1920. Kosinn í Grænlandsnefnd 1924. Sat í mörg ár þing Fiskifélags Íslands. Í milliþinganefnd um bankamál 1925.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.