Remove ads
íslenskur læknir og stjórnmálamaður (1864-1937) From Wikipedia, the free encyclopedia
Guðmundur Björnsson (tók sér ættarnafnið Björnson 1915) (f. í Gröf í Víðidal 12. október 1864, d. 7. maí 1937.) var landlæknir frá 1906-1931. Hann sat í Í bæjarstjórn Reykjavíkur 1900 – 1906 og var alþingismaður Reykvíkinga 1905 – 1908, konungskjörinn alþingismaður 1913 – 1915 og landskjörinn 1916 – 1922. Fyrri kona hans var Guðrún Sigurðardóttir (f. 31. des. 1864, d. 29. jan. 1904) og seinni kona hans var (14. ágúst 1908) Margrét Magnúsdóttir Stephensen (f. 5. ágúst 1879, d. 15. ágúst 1946) en hún var dóttir Magnús Stephensen alþingismanns og landshöfðingja.
Guðmundur tók stúdentspróf frá Lærða skólanum 1887 og gegndi þar embætti forseta Framtíðarinnar 1886 – 1887.[1] Hann lauk læknisfræðiprófi frá Hafnarháskóla 1894. Hann starfaði sem læknir í Reykjavík 1894 – 1895 og kenndi við Læknaskólann 1894 – 1895 þegar Hans J. G. Schierbeck landlæknir var í orlofi. Guðmundur var héraðslæknir í Reykjavík 1895 – 1906 og jafnframt kennari við Læknaskólann. Hann varð landlæknir og forstöðumaður Læknaskólans árið 1906 og jafnframt ljósmæðrakennari og prófessor við læknadeild Háskólans 1911. Hann fékk orlof frá landlæknisstörfum 30. sept. 1921 um sex mánaða skeið en var jafnframt falið að undirbúa framkvæmd laga um varnir gegn berklaveiki.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.