Rín (þýska: Rhein), er lengsta fljót Vestur-Evrópu og það þriðja lengsta í allri Evrópu. Áin er ennfremur ein mikilvægasta samgönguleið álfunnar. Rín á upptök sín í svissnesku Ölpunum, nálægt St. Gotthard. Hún rennur meðfram landamærum Austurríkis og svo Liechtenstein, uns hún rennur í Bodensee. Þar myndar hún víðáttumikla óshólma, þá stærstu í Mið-Evrópu inni í landi. Eftir það myndar hún landamæri milli Sviss og Þýskalands og nokkru seinna landamæri Þýskalands og Frakklands. Eftir langa leið um Þýskaland, þar á meðal um Ruhr-héraðið, rennur hún loks um Holland og þar til sjávar í Norðursjó. Í Hollandi klofnar aðalfljótið og myndar nokkra arma. Þeirra helstir eru Waal, Lek og Ijssel. Meðalrennsli fljótsins er um 2.000 m³/sek og það er alls 1.230 km langt. Við Schaffhausen í Sviss myndar fljótið Rínarfossinn, en hann er vatnsmesti foss Evrópu.
Margar stórar borgir eru á bökkum Rínarfljóts og það er mikil flutningaleið. Hægt er að sigla upp eftir Rín frá Hollandi og alla leið til Basel og Rheinfelden í Sviss. Áin hefur gegnt mikilvægu hlutverki í hernaði og margir kastalar eru á bökkum hennar. Rín hét Rhenus á tímum Rómverja, en heitir Rhein á þýsku, Rhin á frönsku og Rijn á hollensku.
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.