From Wikipedia, the free encyclopedia
Norðursjór er ungt hálflokað sjósvæði á landgrunni í Norðvestur Evrópu. Norðursjór markast við strandlengjur Englands, Skotlands, Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur, Þýskalands, Hollands, Belgíu og Frakklands. Norðursjórinn er 750.000 km2 að flatarmáli og vatnsmagn hans er 94.000 km³. Meðaldýpi er 90 metrar, mest 725 metrar í Skagerrak.[1]
Hafstraumar Norðursjós einkennast af Norður-Atlantshafsrekinu og norska strandstraumnum. Meirihluti innstreymisins kemur frá norðri þar sem sjór frá Atlantshafi streymir inn í Norðursjó og landslag landanna í kring gerir það að verkum að það myndast rangsælis hringrás. Það streymir einnig sjór inn í gegnum Ermasundið sem liggur á mill Bretlands og Frakklands það fer austur meðfram ströndum Belgíu, Hollands og svo norður meðfram Danmörku og inn í Skagerrak. Þar blandast sjórinn við minna saltan sjó og fer svo út og áfram norður með fram ströndum Noregs.[1]
Meðalhitastig sjávar yfir vetrartímann er 6°C en á sumrin 17°C. Seltustigið í Norðursjó er venjulega um 34-35 prómil. En getur verið minna við strendurnar þar sem ferskvatn blandast við sjóinn[2]
Margar dýrategundir má finna í Norðursjó, þar á meðal ýmsa sjófugla, sjávarspendýr og fiska.
Grunnið í kringum Bretlandseyjar og Holland er gríðarlega mikilvægt vistkerfi fyrir fjölda tegunda vaðfugla og annara fuglategunda, í norðri eru klettastrendur þar sem allskyns sjófuglar búa. Sex til tólf milljónir fugla fara um svæðið á hverju ári og um 50 mismunandi tegundir fugla.[1]
Norðursjór er mikilvægt uppeldissvæði fyrir fjölmarga fiskstofna. En rúmlega 230 fisktegundir er að finna þar, svo sem þorsk, ýsu, ufsa, skarkola, síld og makríl.[1]
Margar tegundir krabbadýra er að finna í Norðursjó. Atvinnuveiðar beinast þó aðallega að tegundum eins og humri, djúpsjávarrækju og brúnrækju. Að auki búa ýmsar aðrar tegundir krabbadýra í Norðursjó, þar á meðal mismunandi tegundir af humri, rækjum, ostrum, kræklingum og samlokum.[1]
Algengasti hvalurinn sem sést hefur í Norðursjó er háhyrningur, en aðrar tegundir tannhvala, eins og langreyður og höfrungar. Af selum eru útselir, landselir og hringnórar algengastir. Hins vegar standa þessar tegundir, ásamt öðrum sjávarspendýrum í Norðursjó, frammi fyrir ýmsum ógnum. Þar má telja mengun, missi búsvæða og ofveiði.[1]
Olía og gös í Norðursjó er töluvert mikið magn að finna. Olía var fyrst fundin 1859 og gös árið 1910. Byrjað var að bora eftir olíu í Norðursjó árið 1966 á svæði sem Norðmenn eiga sem heitir Troll. Troll er Stærsta jarðgassvæði í Norðursjó og heldur um 40% af gasbyrgðum noregs. Svæðið er að finna í norðanverðum Norðursjó, um 65 km vestur af Kollsnesi við Bergen.[3]
Milljónir rúmmetra af möl og sandi eru tekin af hafsbotni Norðursjós árleg sem notað er í landfyllingar og byggingar.[4]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.