Remove ads
Ítölsk rokkhljómsveit From Wikipedia, the free encyclopedia
Måneskin er ítölsk hljómsveit sem varð fræg eftir að hafa lent í öðru sæti í ítalska X-Factor árið 2017.[1] Nafnið er danska fyrir „tunglsljós“.
Bassistinn er Victoria De Angelis, gítaristinn er Thomas Raggi, trommarinn er Ethan Torchio og söngvarinn er Damiano David. Hljómsveitin vann Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2021 með laginu sínu „Zitti e buoni“.[2]
Meðlimir hljómsveitarinnar hittust þegar þau voru í menntaskóla.[3] Árið 2016 þurfti hljómsveitin að velja nafn til þess að geta tekið þátt í keppninni Pulse - High School Band Contest. Móðurmál De Angelis er danska, og hún stakk upp á nokkrum dönskum orðum. Måneskin var eitt þeirra og tóku þau þátt undir því nafni, og hefur það haldist síðan.[4] Í desember 2017 lenti sveitin í öðru sæti í ítalska X Factor. Fyrsta breiðskífa þeirra, Il ballo della vita, var gefin út 26. október 2018.[5] Myndbandið af söngnum og smáskífunni „Torna a casa“ hefur fengið yfir 100 milljón áhorf á YouTube.[6] Í byrjun mars 2021 vann hljómsveitin Sanremo 2021 (71º Festival della Canzone Italiana di Sanremo 2021). Sigurvegarar þessarar hátíðar er boðið að taka þátt í Eurovision fyrir hönd Ítalíu, sem Måneskin gerði.[7] Måneskin keppti í aðalkeppninni þann 22. maí 2021 með laginu „Zitti e buoni“ og sigruðu með 524 stig. Síðan þá hefur hljómsveitin hlotið mikilla vinsælda um allan heim. Þar á meðal hefur hún komið fram hjá Jimmy Fallon (The Tonight Show Starring Jimmy Fallon) og Ellen DeGeneres (The Ellen DeGeneres Show).[8][9]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.