Måneskin
Ítölsk rokkhljómsveit From Wikipedia, the free encyclopedia
Måneskin er ítölsk hljómsveit sem varð fræg eftir að hafa lent í öðru sæti í ítalska X-Factor árið 2017.[1] Nafnið er danska fyrir „tunglsljós“.
Måneskin | |
---|---|
![]() Måneskin árið 2022; frá vinstri til hægri: Victoria De Angelis, Damiano David, Thomas Raggi og Ethan Torchio | |
Upplýsingar | |
Uppruni | Róm, Ítalía |
Ár | 2016–núverandi |
Stefnur | |
Útgáfufyrirtæki | |
Meðlimir |
|
Vefsíða | maneskin |
Bassistinn er Victoria De Angelis, gítaristinn er Thomas Raggi, trommarinn er Ethan Torchio og söngvarinn er Damiano David. Hljómsveitin vann Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2021 með laginu sínu „Zitti e buoni“.[2]
Ferill
Meðlimir hljómsveitarinnar hittust þegar þau voru í menntaskóla.[3] Árið 2016 þurfti hljómsveitin að velja nafn til þess að geta tekið þátt í keppninni Pulse - High School Band Contest. Móðurmál De Angelis er danska, og hún stakk upp á nokkrum dönskum orðum. Måneskin var eitt þeirra og tóku þau þátt undir því nafni, og hefur það haldist síðan.[4] Í desember 2017 lenti sveitin í öðru sæti í ítalska X Factor. Fyrsta breiðskífa þeirra, Il ballo della vita, var gefin út 26. október 2018.[5] Myndbandið af söngnum og smáskífunni „Torna a casa“ hefur fengið yfir 100 milljón áhorf á YouTube.[6] Í byrjun mars 2021 vann hljómsveitin Sanremo 2021 (71º Festival della Canzone Italiana di Sanremo 2021). Sigurvegarar þessarar hátíðar er boðið að taka þátt í Eurovision fyrir hönd Ítalíu, sem Måneskin gerði.[7] Måneskin keppti í aðalkeppninni þann 22. maí 2021 með laginu „Zitti e buoni“ og sigruðu með 524 stig. Síðan þá hefur hljómsveitin hlotið mikilla vinsælda um allan heim. Þar á meðal hefur hún komið fram hjá Jimmy Fallon (The Tonight Show Starring Jimmy Fallon) og Ellen DeGeneres (The Ellen DeGeneres Show).[8][9]
Breiðskífur
- Il ballo della vita (2018)
- Teatro d'ira: Vol. I (2021)
- Rush! (2023)
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.