Hjónaband samkynhneigðra
From Wikipedia, the free encyclopedia
Hjónaband samkynhneigðra er hjónaband milli tveggja samkynhneigðra, það er að segja tveggja einstaklinga af sama kyni eða kynvitund. Í flestum löndum eru hjónabönd samkynhneigðra ólögleg en víðar er verið að breyta lögum eða ræða um að breyta þeim til að heimila slík hjónabönd.

Hjónaband samkynhneigðra heimilt (hringur: einstök tilfelli)
Hjónaband samkynhneigðra viðurkennt ef skráð er erlendis
Ríkisstjórn/dómstóll ætlar að heimila hjónaband samkynhneigðra
Staðfest samvist
Óstaðfest samvist
Sambönd samkynhneigðra ekki viðurkennd
Fyrstu lögin til að heimila hjónabönd samkynhneigðra tóku gildi á fyrstu árum 21. aldar en frá 2024 mega samkynhneigðir giftast í 36 löndum. Grikkland hefur nýlegast leyft hjónaböndin.
Kannanir sem hafa verið gerðar í ýmsum löndum leiða það í ljós að stuðningur almennings fyrir hjónabönd samkynhneigðra sé að aukast.[heimild vantar] Innleiðing hjónabanda samkynhneigðra er mismunandi efitr löndum og heimssvæðum en það hefur verið heimilt með því að breyta löggjöf um hjónabönd, með dómsúrskurði sem er byggður á stjórnskipulegum jafnréttisrétti eða með kosningum (annaðhvort þjóðaratkvæðagreiðslu eða frumkvæðisrétti). Viðurkenning á hjónaböndum samkynhneigðra er talin mannréttinda- og borgararéttindamál og hefur stjórnfræðilegar, samfélagslegar og í sumum tilfellum trúarlegar afleiðingar. Mikið er deilt um á hvort samkynhneigðir skuli hafa rétt til að ganga í hjónaband, fá viðurkenningu á sambandi sínu með staðfestri samvist eða þeim verði neitt slík réttindi.
Listi
- Andorra
- Argentína
- Austurríki
- Ástralía
- Bandaríkin
- Belgía
- Brasilía
- Bretland
- Danmörk
- Eistland
- Ekvador
- Finnland
- Frakkland
- Grikkland
- Holland
- Írland
- Ísland[1]
- Kanada
- Kosta Ríka
- Kólumbía
- Kúba
- Liechtenstein
- Lúxemborg
- Malta
- Mexíkó
- Noregur
- Nýja-Sjáland[2]
- Portúgal
- Síle
- Slóvenía
- Spánn
- Suður-Afríka
- Sviss
- Svíþjóð
- Taíland
- Taívan
- Úrúgvæ
- Þýskaland
Tímalína
2001 | ![]() |
---|---|
2002 | |
2003 | ![]() |
2004 | |
2005 | |
2006 | ![]() |
2007 | |
2008 | |
2009 | |
2010 | |
2011 | |
2012 | ![]() |
2013 |
|
2014 | |
2015 |
|
2016 | |
2017 | |
2018 | |
2019 |
|
2020 |
|
2021 | |
2022 | |
2023 |
|
2024 | |
2025 |
|
Tilvísanir
Heimild
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.