Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Guðmundur St. Steingrímsson nefndur „Papa Jazz“ (fæddur 19. október 1929, látinn 16. apríl 2021 ) í Hafnarfirði) var íslenskur jazztrommuleikari. Hann starfaði sem trommuleikari samfellt frá árinu 1945 og lærði trommuleik hjá Robert Grauso og fleirum á árunum 1954-1959. Guðmundur spilaði fyrst opinberlega með hljómsveitinni Ungum piltum. Hann varð þekktur með K.K. sextettnum og spilaði með Hauki Morthens, Ragnari Bjarnasyni, Borgarbandinu, Tríói Guðmundar Ingólfssonar og Tríói Björns Thoroddsen og fleirum.
Félag íslenskra hljómlistarmanna heiðraði ævistarf Guðmundar árið 2018.
Í október 2009 gaf Bókaútgáfan Hólar út bókina Papa Jazz eftir Árna Matthíasson blaðamann um ævi og tónlistarferil Guðmundar. (ISBN 978-9979-797-74-6)
Guðmundur lést 16. apríl 2021, 91 árs gamall. [1]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.