Remove ads
Rússneskur stjórnmálaflokkur From Wikipedia, the free encyclopedia
Sameinað Rússland (kyrillískt letur: Единая Россия; Jedínaja Rossíja) er rússneskur stjórnmálaflokkur. Flokkurinn er sá stærsti í Rússlandi og telur til sín um þrjá fjórðu þingsætanna á rússnesku ríkisdúmunni. Sameinað Rússland hefur haft þingmeirihluta frá árinu 2007.
Sameinað Rússland Единая Россия | |
---|---|
Leiðtogi | Vladímír Pútín (óformlega) |
Formaður | Dmítríj Medvedev |
Aðalritari | Andrej Túrtsjak |
Þingflokksformaður | Sergej Neverov |
Stofnár | 1. desember 2001 |
Stofnendur | Sergej Shojgú, Júríj Lúzhkov, Míntímer Shajmíjev |
Höfuðstöðvar | 39. byggingin, Kútúsovskíj-götu, Moskvu, Rússlandi, 121170[1] |
Félagatal | 2.073.772 (2013)[2] |
Stjórnmálaleg hugmyndafræði |
Ríkishyggja, íhaldsstefna, rússnesk þjóðernishyggja |
Einkennislitur | Hvítur, blár og rauður |
Sæti á sambandsráðinu | |
Sæti á ríkisdúmunni | |
Vefsíða | er.ru/ |
Sameinað Rússland var stofnað í desember 2001 með samruna flokkanna Einingar og Föðurlandsins/Alls Rússlands.[3] Flokkurinn styður stefnumál Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, sem er eiginlegur en óformlegur leiðtogi flokksins.[4]
Bestu kosningaúrslit Sameinaðs Rússlands voru í þingkosningum árið 2007, en þá fékk flokkurinn 64,4% atkvæðanna. Fylgi flokkurins dalaði niður í 49,32% árið 2011 en hann var áfram stærsti þingflokkurinn, á undan Kommúnistaflokki Rússlands, sem hlaut 19,19% atkvæða. Í kosningunum 2016 hlaut flokkurinn 54,2% atkvæða en Kommúnistaflokkurinn 13,3%.
Sameinað Rússland fylgir engri einsleitri hugmyndafræði en flokkurinn styður fjölbreyttan hóp stjórnmálamanna og embættismanna[5] sem styðja ríkisstjórn Pútíns.[6] Flokkurinn höfðar síður til hugmyndafræðilegra kjósenda[7] og því er gjarnan litið á Sameinað Rússland sem „breiðfylkingu“[8][9][10] eða „valdaflokk“.[11][12] Árið 2009 lýsti flokkurinn yfir að hugmyndafræði sín væri „rússnesk íhaldsstefna“.[13][14]
Sameinað Rússland hlaut um helming atkvæða í þingkosningum ársins 2021 samkvæmt opinberum talningum en talið er að kosningasvindl hafi verið útbreitt og hart var sótt að fjölmiðlum og stjórnarandstæðingum í aðdraganda þeirra.[15]
Stjórnarandstaðan hefur ítrekað sakað Sameinað Rússland um að standa fyrir kerfislægri spillingu og hefur gjarnan kallað það „flokk bófa og ræningja“ (rússneska: партия жуликов и воров; uppnefnið er upprunnið hjá aðgerðasinnanum Aleksej Navalnyj).[16] Í október 2011 birti Novaja Gazeta grein sem fjallaði um fólk sem hafði skrifað slagorðið „flokkur bófa og ræningja“ á peningaseðla í mótmælaskyni.[17]
Þann 24. nóvember 2011 sagði ríkisþingmaðurinn Aleksandr Khínshtejn, sem er meðlimur í Sameinuðu Rússlandi, í sjónvarpsumræðum á stöðinni Russia-1:
Sameinað Rússland virkar. Það gerir allt til að bæta lífsskilyrði í landinu okkar. Þeir tala við okkur um „flokk bófa og ræninga.“ Ég skal svara þeim. Það er betra að vera í „flokki bófa og ræningja“ en í „flokki morðingja, nauðgara og ruplara.“[18] |
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.