1. janúar - RCEP-samningurinn, stærsti fríverslunarsamningur heims, tók gildi í Ástralíu, Brúnei, Japan, Kambódíu, Kína, Laos, Nýja-Sjálandi, Singapúr, Taílandi og Víetnam.
5. janúar - Neyðarástandi var lýst yfir í Kasakstan vegna mótmælanna. Ríkisstjórn Askar Mamin sagði af sér og fyrrum forsetinn Nursultan Nazarbayev var færður úr embætti formanns Öryggisráðs Kasakstans.
16. janúar - Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic var rekinn frá Ástralíu vegna þess að hann var óbólusettur við COVID-19-veirunni og gat því ekki tekið þátt í Opna ástralska meistaramótinu.
5. febrúar - Fellibylurinn Batsirai olli dauða 123 manna á Madagaskar.
15. febrúar – Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada virkjaði neyðarlög til að binda enda á mótmæli vörubílstjóra og fleiri gegn bólusetningaskyldu og sóttvarnareglum.
18. febrúar - Hin árlega öryggisráðstefna í München var haldin, en Rússland sniðgekk hana.
25. febrúar - Öllum takmörkunum vegna COVID-19-faraldursins á Íslandi var aflétt innanlands þrátt fyrir mikinn fjölda daglegra smita.
26. febrúar - Evrópusambandið, Bandaríkin og bandamenn þeirra sammæltust um að útiloka Rússland frá SWIFT-millifærslukerfinu sem hratt af stað fjármálakreppu í Rússlandi.
27. febrúar - Evrópuríki bönnuðu alla umferð flugvéla frá Rússlandi í lofthelgi sinni.
8. mars - Bandaríkin og Bretland tilkynntu viðskiptabann á rússneska olíu og Evrópusambandið samþykkti að draga úr notkun gass frá Rússlandi um tvo þriðju.
Sókn M23-hreyfingarinnar hófst í Norður-Kivu í Kongó.
Will Smith löðrungaði kynninn á Óskarsverðlaunaafhendingunni í Los Angeles, Chris Rock, vegna móðgandi ummæla hans um eiginkonu Smith, Jada Pinkett Smith.
Apríl
1. apríl - Forseti Srí Lanka, Gotabaya Rajapaksa, lýsti yfir neyðarástandi eftir víðtæk mótmæli vegna bágs efnahagsástands.
Þingkosningar voru haldnar í Ungverjalandi. Viktor Orbán vann fjórða kjörtímabil sitt sem forsætisráðherra þar sem flokkur hans, Fidesz, vann tvo þriðju hluta þingsæta.
Innrás Rússa í Úkraínu 2022: Þegar rússneskt herlið hörfaði frá Kyiv komu í ljós merki um stríðsglæpi gegn almennum borgurum, eins og blóðbaðið í Bútsja.
4. apríl - Milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar gaf út þriðja hluta sjöttu matsskýrslu sinnar um loftslagsbreytingar þar sem kom fram að aukning útblásturs gróðurhúsalofttegunda yrði að stöðvast árið 2025 ef takast ætti að halda hnattrænni hlýnun undir 1,5°.
15. apríl - Danski hægriöfgamaðurinn Rasmus Paludan úr flokknum Stram Kurs hóf ferð um bæi í Svíþjóð þar sem hann brenndi Kóraninn, sem olli víða uppþotum.
Þing Srí Lanka kaus Ranil Wickremesinghe sem forseta landsins.
Seðlabanki Evrópu hækkaði stýrivexti í fyrsta sinn í yfir 11 ár, úr mínus 0,5 í núll.
Sergio Mattarella leysti upp ítalska þingið og boðaði kosningar innan 70 daga vegna stjórnarkreppu.
24. júlí - Danski hjólreiðamaðurinn Jonas Vingegaard sigraði Tour de France 2022.
25. júlí - Armand Duplantis setti heimsmet í hástökki, þegar hann stökk yfir 6,21 metra á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Eugene í Bandaríkjunum.
27. júlí - Ellefu létust þegar jarðskjálfti að stærð 7,0 gekk yfir Luzon á Filippseyjum.
12. ágúst - Rithöfundurinn Salman Rushdie var stunginn mörgum sinnum af ungum Bandaríkjamanni af líbönskum ættum í Chautauqua í New York. Hann lifði árásina af.
19. ágúst - Þing Svartfjallalands samþykkti vantraust á ríkisstjórn Dritan Abazović eftir umdeilt samkomulag sem hann gerði við Serbnesku rétttrúnaðarkirkjuna.
24. ágúst - Árásin á lestarstöðina í Tsjapline: Rússar gerðu loftárásir á lestarstöð í Úkraínu með þeim afleiðingum að 25 almennir borgarar létust.
27. ágúst - Asíubikarinn í krikket 2022 hófst í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
28. ágúst - Flóðin í Pakistan 2022: Pakistan lýsti yfir loftslagshörmungum þegar tala látinna vegna flóða fór yfir 1000.
15. september - Úkraínskir hermenn í Ízjúm uppgötvuðu fjöldagrafir með 440 líkum, sem mörg báru merki um pyntingar.
16. september – Mótmæli hófust í Íran eftir að kona að nafni Jina Amini lést í haldi siðgæðislögreglunnar, sem hafði handtekið hana fyrir að hylja hár sitt ekki nægilega vel með hijab-slæðu.
Miðflokkurinn í Færeyjum dró stuðning sinn við ríkisstjórnina til baka eftir að ráðherra flokksins, Jenis av Rana, hafði verið vikið úr ráðherraembætti.
30. nóvember - Gervigreindinni ChatGPT var hleypt af stokkunum af bandarísku rannsóknarstofnuninni OpenAI.
Desember
5. desember - Vísindamönnum við Lawrence Livermore-rannsóknarstöðina í Kaliforníu tókst að framleiða umframorku með kjarnasamruna.
7. desember – Pedro Castillo, forseti Perú, var leystur úr embætti af þingi landsins og handtekinn eftir misheppnaða tilraun til að leysa upp þingið. Dina Boluarte tók við sem forseti. Í kjölfarið brutust út óeirðir þar sem stuðningsmenn og andstæðingar forsetans fyrrverandi tókust á.
14. desember - Fimm simpansar flúðu frá sænska dýragarðinum Furuviksparken. Fjórir þeirra voru skotnir til bana og einn særður lífshættulega.
19. desember - Á þingi Sameinuðu þjóðanna um líffjölbreytni 2022 var samþykkt að yfir þriðjungur yfirborðs jarðar yrði náttúruverndarsvæði fyrir árið 2030.
21.-26. desember - Stórhríð gekk yfir Kanada og Bandaríkin með þeim afleiðingum að yfir 90 fórust.