From Wikipedia, the free encyclopedia
ChatGPT (chat: spjall, GPT: generative pre-trained transformer) er spjallmenni sem byggir á gervigreind sem hægt er að spyrja spurninga og eiga samtal við í venjulegu ritmáli.[1] Það var þróað af bandaríska tæknifyrirtækinu OpenAI sem er að miklu leyti í eigu Microsoft. ChatGPT byggir á svokölluðu risamállíkani (Large Language Model, LLM) sem er afbrigði af gervitauganetslíkani sem hefur verið þjálfað með gríðarlegu magni texta.[2]
ChatGPT var opnað fyrir almenningi 30. nóvember 2022 og vakti fljótt athygli þar svör spjallmennisins þóttu betri og nákvæmari en áður hafði sést. Í janúar 2023 voru notendur ChatGPT yfir 100 milljónir en svo hraður vöxtur notenda á vefforriti er fáheyrður.[3] Áhuginn á spjallmenninu jók einnig áhuga almennings spunagreind almennt og ýmsir keppinautar OpenAI settu meiri kraft í að koma áþekkum vörum á markað. Í fyrstu var aðeins gjaldfrjáls aðgangur í boði að ChatGPT en síðar var bætt við áskriftarleiðum þar sem hægt var að greiða fyrir aðgang að nýjum útgáfum spjallmennisins og meiri notkun.
Fljótlega eftir tilkomu ChatGPT að bera á því að nemendur í skólum nýttu sér spjallmennið til aðstoðar við ritgerðarskrif og hafa menntastofnanir um allan heim þurft að móta sér stefnu um hvort og hvernig nemendur megi nýta sér það.[4]
ChatGPT hefur verið gagnrýnt fyrir tíðar „ofskynjanir“ í svörum sínum en það vísar til þess staðreyndavillur slæðast með í svörum spallmennisins. Erfitt getur verið fyrir notandann að átta sig á þessu þar sem textinn er að öðru leyti trúverðugur.[5]
Um vorið 2023 var kynnt að sendinefnd íslenskra stjórnvalda hefði ári áður fundað með stjórnendum OpenAI, þar á meðal forstjóranum Sam Altman, og náð samkomulagi um að íslenska yrði annað tungumálið á eftir ensku sem ChatGPT myndi læra sérstaklega. Íslenska tæknifyrirtækið Miðeind vann að því með OpenAI að GPT-4 mállíkanið yrði mun færara í að skrifa íslenskan texta.[6]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.