From Wikipedia, the free encyclopedia
Rússnesk-úkraínska stríðið er viðvarandi og langvinn átök sem hófust í febrúar 2014, þar sem einkum Rússar og herir hliðhollir Rússum tóku þátt annars vegar og Úkraínu hins vegar. Stríðið hefur snúist um stöðu Krímskaga og hluta Donbas, sem eru að mestu alþjóðlega viðurkennd sem hluti af Úkraínu.
Þann 21. nóvember 2013 hófst áframhaldandi kreppa í Úkraínu þegar þáverandi forseti landsins Viktor Janúkóvitsj frestaði undirbúningsvinnu á samningi við Evrópusambandið um efnahagslegt samstarf. Hópur andstæðinga við þessari ákvörðun, þekktur sem Evrómajdan, byrjaði að mótmæla í verulegum mæli. Eftir nokkurra mánuða mótmæli var Janúkóvitsj komið frá völdum af mótmælendunum þann 22. febrúar 2014, þegar hann flúði Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Flótta fyrrverandi forsetans fylgdi ókyrrðartími í austur- og suðurhéröðum Úkraínu, þar sem merihlutinn er rússneskumælandi. Þar voru líka helstu stuðningsmenn Janúkóvitsj. Svo var stjórnmálakreppa á Krímskaga sem Rússland gerði tilkall til þann 18. mars. Því næst hefur ókyrrð sem var í Donetsk og Lúhansk breyst í stríð á milli ríkisstjórnar Úkraínu eftir byltinguna og uppreisnarmanna sem styðja Rússland.
Í mars og apríl 2021 byrjuðu Rússar að safna þúsundum hermanna og búnaðar nálægt landamærum sínum að Úkraínu, sem er mesta herliðsöflun síðan innlimun landsins á Krímskaga árið 2014.[1][2] Þetta olli alþjóðlegri kreppu og vakti áhyggjur af hugsanlegri innrás. Gervihnattamyndir sýndu hreyfingar hermanna, eldflauga og þungavopna. Hermennirnir voru fjarlægðir að hluta í júní.[3][4] Kreppan var endurnýjuð í október og nóvember 2021, þegar yfir 100.000 rússneskum hermönnum var aftur safnað nálægt landamærunum í desember.[5] Þegar um 200.000 hermenn höfðu safnast að landamærum Úkraínu í febrúar létu Rússar til skarar skríða og réðust inn í landið.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.