bandarískur upptökustjóri (1939-2021) From Wikipedia, the free encyclopedia
Phillip Harvey Spector (f. Harvey Phillip Spector þann 26. desember 1939 í The Bronx, New York; d. 16. janúar 2021) var bandarískur upptökustjóri, útgefandi og þekktur fyrir að vera heilinn á bak við mörg af þekktustu lög 6. og 7. áratugarins. Spector var þekktur fyrir að beina tónlist sinni að yngri kynslóðinni og var stundum kallaður „the first tycoon of teen“ vegna þess hversu ungur hann varð milljónamæringur.
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. Aðalvandamál þessarar greinar: athuga orðalag og vantar allt um seinni feril og morðmálið. |
Phil Spector | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Harvey Philip Spector[1] 26. desember 1939 New York, New York, BNA |
Dáinn | 16. janúar 2021 (81 árs) |
Önnur nöfn | Phil Harvey |
Uppruni | Los Angeles, Kalifornía, BNA |
Störf |
|
Ár virkur | 1958–2009 |
Stefnur | |
Útgáfufyrirtæki |
|
Áður meðlimur í |
|
Vefsíða | philspector |
Föðurafi Phil Spectors var rússneskur gyðingur sem breytti nafni sínu úr Spekter í Spector á Ellis Island þegar hann fluttist búferlum til Bandaríkjanna. Phil bjó fyrstu ár lífs síns í New York-borg í faðmi fjölskyldunnar. Árið 1949 stytti faðir Phils sér aldur vegna áhyggja yfir skuldum og erfiðum efnahag. Fjórum árum síðar, 1953, flutti ekkja hans, Bertha, með Phil og systkini hans til Los Angeles þar sem hún fékk vinnu sem saumakona.
Á unglingsárum var Phil einfari. Þessi litli (um 1,60 m), mjóslegni pjakkur með sorgmæddu augun, átti erfitt með að falla í hópinn. Í skóla hafði hann áhuga á tónlist og fékkst þá helst við gítar- og píanóleik. Seinna meir náði hann einnig tökum á slagverki, bassa og blásturshljóðfærum. Á þessum tíma var Los Angeles miðja Rhytm and blues-tónlistarinnar og þar var urmull af litlum plötufyrirtækjum. Phil gekk milli þeirra og reyndi ítrekað að ná sér í vinnu við tónlistarflutning. Þannig kynntist hann fólki í greininni.
Eftir að hafa lokið framhaldsskóla við Fairfax High School árið 1958 vildi hann reyna fyrir sér í tónlistarheiminum og pantaði því tíma í hljóðveri Gold Star Studios. Peninga til þess fékk hann að láni hjá móður sinni en einnig hjá vinum og kunningjum. Hann tók upp efni á litla hljóðsnældu og náði að lokum samningi við litla útgáfufyrirtækið Era Records, en eigandi þess, Lew Bedell, var nágranni Phils.
Fyrsta útgáfa á vegum Spectors, og hástökkvari á vinsældalistum í Los Angeles árið 1958, var lagið „To Know Him is To Love Him“ með The Teddy Bears. Nafn lagsins kom af legsteini föður Spectors og nafn hljómsveitarinnar úr lagi Elvisar Presley „Teddy Bear“. Lagið átti í raun að vera B-hlið lagsins „You Don't Know My Little Pet“ sem útgáfufyrirtækið hafði sent til útvarpsstöðva en plötusnúður nokkur í Fargo í Norður-Dakota snéri plötunni öfugt og þá var ekki aftur snúið - lagið sló rækilega í gegn. Pöntun frá Minneapolis hljóðaði upp á 18.000 eintök svo þeir félagar, Bedell og Spector, héldu að um grín væri að ræða og báðu því um staðfestingu. Svarið kom; og hafði eintökum þá fjölgað og eftir því sem fréttin barst út fóru fleiri útvarpsstöðvar að leika lagið. Frá því lagið var sent út í ágúst fram að jólum seldist smáskífan í meira en milljón eintökum. Hann var aðeins 17 ára þegar hér var komið sögu.
Era Records varð fljótlega of lítið fyrirtæki fyrir þessa vinsældasprengju og því fylgdu rifrildi um peninga. Eitt vinsælt lag er ekki nóg til að tryggja framtíð eða opna leið inn í hinn harða heim tónlistar svo Phil hóf aftur störf sem ritari í dómssal. Þeir Lester Sill höfðu þekkst í áraraðir og Sill stofnaði útgáfufyrirtæki með söngvaranum og tónsmiðnum Lee Hazlewood. Sill bauð Spector í hljóðver - í þetta skipti undir eigin nafni í stað þess að nota The Teddy Bears-nafnið sem hann hvort eð er ekki gat notað eftir málin milli hans og Era Records.
Árið 1960 sendu Sill og Hazlewood hinn 19 ára gamla Spector til New York til að fræðast um tónlistargreinina, sem var, að sögn Spectors, að mestu leyti bara uppfull af „morons“ (bjánum). Sill og Spector stofnuðu Phillies Records haustið 1961 en nafn fyrirtækisins var samansett af fornöfnum þeirra. Ári síðar keypti Phil hlut Sills og varð þannig, 21 árs gamall, yngsti eigandi útgáfufyrirtækis í Bandaríkjunum.
Sem upphafsmaður „Wall of Sound“-tækninnar varð Phil Spector einna þekktastur fyrir svokallaðar stúlknahljómsveitir sem ruddu sér til rúms í byrjun og fram á miðjan 7. áratug síðustu aldar. Þekktustu sveitirnar á hans vegum voru The Crystals („Da Doo Ron Ron“), The Ronettes („Be My Baby“) og The Righteous Brothers með „Unchained Melody“ og „You've Lost that Lovin' Feelin'“. Síðastnefnda lagið komst í efsta sæti bandaríska vinsældalistans 17. febrúar 1965. Þetta tímabil endaði svo á botninum með laginu „River Deep, Mountain High“ með þeim Ike og Tinu Turner. Lagið þótti þó lyfta listamannsferli Spectors í hæstu hæðir þó plötusalan hafi farið forgörðum.
Seinna á ferli sínum hefur Spector unnið með fleiri og þekktari listamönnum á borð við Bítlana, John Lennon, George Harrison, Leonard Cohen og The Ramones. Meðal þekktust verka hans á 8. áratugnum eru lög eins og „The Long And Winding Road“ með Bítlunum, „Imagine“ með John Lennon og „My Sweet Lord“ með George Harrison.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.