Indónesíuher

From Wikipedia, the free encyclopedia

Indónesíuher

Indónesíuher er her Indónesíu og skiptist í landher, flota og flugher. Tæplega 400.000 manns eru í hernum. Upphaflega var herinn stofnaður sem skæruliðaher í Sjálfstæðisstríði Indónesíu 5. október árið 1945. Sumir foringjar hins nýstofnaða hers höfðu fengið herþjálfun í Konunglega hollenska Austur-Indíahernum, þar á meðal Suharto og Nasution. Eftir að sjálfstæðisstríðinu lauk 1949 fékkst herinn aðallega við að berja niður aðskilnaðarhreyfingar víðs vegar í ríkinu. Malasíuátökin brutust út 1962 vegna andstöðu Indónesíu við stofnun Malasíu. Undir stjórn Suhartos tók herinn þátt í hinum blóðugu hreinsunum 1965-1966 þar sem áætlað er að hálf milljón manna hafi verið drepin. Suharto varð starfandi forseti 1967 um leið og fyrri forseti, Sukarno, var settur í stofufangelsi. Ný skipan Suhartos hófst þegar þingið gerði hann að forseta árið 1968. Í Nýju skipaninni fékk herinn aukið pólitískt hlutverk. Fram að þessu hafði Indónesíuher notið stuðnings frá Sovétríkjunum. Eftir fall Sukarnos varð landið hlutlaust í Kalda stríðinu en færðist samt nær Vesturblokkinni. Árið 1975 gerði Indónesíuher innrás í Portúgölsku Tímor. Næstu ár var Indónesíuher einkum notaður til að berjast gegn aðskilnaðarhreyfingum þar og í Aceh-héraði. Blóðbaðið í Santa Cruz þar sem hermenn skutu 250 mótmælendur til bana á Austur-Tímor skaðaði orðspor hersins á alþjóðavettvangi og varð til þess að Bandaríkin skáru á fjárframlög til þjálfunar hermanna Indónesíu. Endalok Kalda stríðsins og fall Suhartos 1998 leiddu til umbóta hjá hernum. Lögregla Indónesíu var skilin frá hernum árið 2000. Eftir flóðbylgjuna í Indlandshafi 2004 endurreistu Bandaríkin hernaðarleg tengsl við Indónesíu að fullu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Thumb
Indónesískir hermenn.
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.