Kanslari Austurríkis From Wikipedia, the free encyclopedia
Sebastian Kurz (f. 27. ágúst 1986) er austurrískur stjórnmálamaður sem er 25. og fyrrverandi kanslari Austurríkis, í embætti frá 7. janúar 2020 til 11. október 2021. Hann var áður kanslari frá 18. desember 2017 til 28. maí 2019. Hann var formaður Austurríska þjóðarflokksins (ÖVP) frá 15. maí 2017 til 3. desember 2021. Hann var jafnframt utanríkisráðherra Austurríkis frá 2014 til 2017.
Sebastian Kurz | |
---|---|
Kanslari Austurríkis | |
Í embætti 7. janúar 2020 – 11. október 2021 | |
Forseti | Alexander Van der Bellen |
Forveri | Brigitte Bierlein |
Eftirmaður | Alexander Schallenberg |
Í embætti 18. desember 2017 – 28. maí 2019 | |
Forseti | Alexander Van der Bellen |
Forveri | Christian Kern |
Eftirmaður | Brigitte Bierlein |
Utanríkisráðherra Austurríkis | |
Í embætti 16. desember 2013 – 18. desember 2017 | |
Kanslari | Werner Faymann Christian Kern |
Forveri | Michael Spindelegger |
Eftirmaður | Karin Kneissl |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 27. ágúst 1986 Vín, Austurríki |
Þjóðerni | Austurrískur |
Stjórnmálaflokkur | Austurríski þjóðarflokkurinn |
Maki | Susanne Thier[1] |
Börn | 1 |
Háskóli | GRG 12 Erlgasse[2] |
Starf | Stjórnmálamaður |
Undirskrift |
Kurz tók fyrst við embætti kanslara Austurríkis eftir þingkosningar árið 2017. Hann er yngsti kanslari í sögu Austurríkis og var lengst af yngsti ríkisstjórnarleiðtogi í heimi á embættistíð sinni.
Sebastian Kurz er sonur leikfimikennara og verkfræðings.[3] Hann er fæddur og uppalinn í verkamannahverfinu Meidling í Vínarborg, þar sem stór hluti íbúafjöldans er af erlendum uppruna.[4]
Kurz gegndi herþjónustu í austurríska hernum frá árinu 2004 og nam réttarvísindi í háskóla í Vín. Samhliða náminu vann hann hjá lögfræðistofu og tryggingarstofu.[5]
Árið 2003 gekk Kurz í ungliðahreyfingu austurríska Þjóðarflokksins. Kurz var héraðsformaður ungliðahreyfingarinnar í Vín frá 2007 til 2012. Hann varð formaður ungliðahreyfingarinnar og varaformaður í austurríska Þjóðarflokknum árið 2009. Kurz var meðlimur í borgarstjórn Vínar frá 2010 til 2011.[6]
Frá 2011 til 2013 var Kurz ríkisritari innflytjendamála í innanríkisráðuneyti Austurríkis. Þar varð hann þekktur fyrir að krefjast aukinnar þýskukennslu í skólum, þýskukennslu fyrir íslamska trúarleiðtoga og stofnun ræðuvettvangs stjórnarinnar við þá.[7]
Kurz varð yngsti utanríkisráðherra í Evrópu og yngsti ráðherra í sögu Austurríkis árið 2013. Sem utanríkisráðherra bar hann ábyrgð á innflytjendastefnu ríkisins. Árið 2013 var Kurz einnig kjörinn á neðri deild austurríska þingsins með 35.700 atkvæðum, fleiri atkvæðum en nokkur annar frambjóðandi.[8]
Kurz var kjörinn formaður Þjóðarflokksins þann 1. júlí árið 2017 með 98,7 % atkvæða.[9]
Kurz var útnefndur kanslari Austurríkis af Alexander Van der Bellen forseta þann 18. desember 2017. Miðhægriflokkur Kurz myndaði ríkisstjórn með hinum öfgahægrisinnaða austurríska Frelsisflokki.[10]
Ríkisstjórn Þjóðarflokksins og Frelsisflokksins tók harða stefnu í innflytjendamálum og hafði stefnu stjórnar Viktors Orbán í Ungverjalandi til hliðsjónar.[11]
Kurz ákvað að slíta samstarfinu við Frelsisflokkinn þann 18. maí árið 2019 og boða til nýrra kosninga eftir að Heinz-Christian Strache, formaður Frelsisflokksins og varakanslari í stjórn Kurz, sagði af sér. Strache hafði neyðst til að segja af sér eftir að myndbandi var lekið þar sem hann sást lofa rússnesku fyrirtæki opinberum samningum í skiptum fyrir fjárstyrki og jákvæða fjölmiðlaumfjöllun.[12][13] Eftir að Kurz fór einnig fram á afsögn Herberts Kickl, innanríkisráðherra og aðalritara Frelsisflokksins, sögðu allir ráðherrar Frelsisflokksins af sér.[14] Í kjölfarið studdu þingmenn Frelsisflokksins vantrauststillögu gegn Kurz sem var samþykkt á austurríska þinginu þann 27. maí.[15] Van der Bellen forseti leysti Kurz formlega frá störfum daginn eftir og Hartwig Löger varakanslari tók við embættinu á meðan forsetinn hóf að setja saman starfsstjórn.[16]
Kosningar fóru fram í Austurríki þann 29. september og Þjóðarflokkurinn vann þar um 37% atkvæða.[17] Eftir kosningarnar hóf Kurz stjórnarmyndunarviðræður við austurríska Græningjaflokkinn. Viðræðurnar tóku rúma tvo mánuði en þann 2. janúar tilkynntu flokkarnir tveir að þeir hefðu komist að stjórnarsáttmála.[18][19] Kurz sneri aftur á kanslarastól sem leiðtogi nýju ríkisstjórnarinnar þann 7. janúar 2020.
Í október 2021 var gerð húsleit á skrifstofum austurríska Þjóðarflokksins og hjá aðstoðarfólki Kurz í tengslum við spillingarrannsókn.[20] Kurz sætir ásökunum um að hafa beitt ríkisfjármunum til að greiða tímaritum fyrir jákvæða umfjöllun um sig og Þjóðarflokkinn.[21] Vegna rannsóknarinnar og þrýstings frá Græningjunum í stjórnarsamstarfinu lýsti Kurz því yfir þann 9. október að hann hygðist segja af sér sem kanslari. Hann útnefndi utanríkisráðherrann Alexander Schallenberg til að taka við af sér.[22] Schallenberg tók við kanslaraembættinu af Kurz þann 11. október. Stjórnarandstæðingar héldu því þó fram að Kurz myndi áfram í reynd vera áhrifamesti maður ríkisstjórnarinnar sem leiðtogi Þjóðarflokksins og hygðist stýra Austurríki sem „skuggakanslari“ með Schallenberg sem staðgengil sinn.[23]
Í desember tilkynnti Kurz hins vegar að hann hygðist hætta alfarið í stjórnmálum.[24] Innanríkisráðherrann Karl Nehammer var kjörinn nýr formaður Þjóðarflokksins þann 3. desember 2021 og tók við embætti kanslara af Schallenberg þremur dögum síðar.[25]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.